Norræn neytendayfirvöld stilla árlega saman strengi í neytendavernd.
Norræn neytendayfirvöld stilla árlega saman strengi í neytendavernd.
Mynd / Pixabay
Fréttir 26. nóvember 2025

Norrænt samstarf um neytendavernd

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Fulltrúar norrænna neytendayfirvalda hittast árlega til að styrkja samstarf sitt. Í ár var lögð áhersla á að bæta stefnur og aðferðafræði í neytendamálum.

Neytendayfirvöld í Danmörku, Færeyjum, Finnlandi, á Grænlandi, Íslandi, í Noregi og Svíþjóð hafa um árabil átt í samstarfi um neytendavernd. Stofnanirnar hittast reglulega og deila reynslu sinni og hugmyndum um hvernig sé hægt að styrkja neytendavernd á Norðurlöndunum.

Segir í fregn Neytendastofu að í ár hafi fundurinn farið fram í Svíþjóð og þar verið farið yfir ýmis málefni, s.s. notkun gervigreindar til að styrkja eftirlit á internetinu og reynslu stofnananna af því að takast á við svik á netinu. Sérstaklega hafi verið farið yfir stefnumótandi samstarf, þ.m.t. hlutverk neytendayfirvalda í stefnumótun neytendamála og innleiðingu og framkvæmd nýrrar löggjafar. Dæmi um árangursríkt samstarf á norrænum vettvangi sé óformlegt bréf (e. non-paper) um stefnur í neytendamálum birt af ESB/EES-meðlimum norræna samstarfsins fyrr á þessu ári.

Á fundinum í Svíþjóð var ákveðið að styrkja samstarf stofnananna enn frekar með því að koma á fót teymi um stefnumál og aðferðafræði. Teymið mun verða viðbót við þegar starfandi hópa um stafræn málefni, umhverfisfullyrðingar, verðupplýsingar, verndun barna og fjárhagsþjónustu.

Segir í fregninni að samstarf norrænna neytendayfirvalda við að bæta stefnur og aðferðafræði í neytendamálum kunni ekki aðeins að hafa jákvæð áhrif á norræna markaði heldur einnig þá evrópsku.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f