Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Norrænn landbúnaður: Skortur á starfsfólki og skógariðnaðurinn orðið fyrir höggi
Mynd / ehg
Fréttir 3. apríl 2020

Norrænn landbúnaður: Skortur á starfsfólki og skógariðnaðurinn orðið fyrir höggi

Höfundur: Erla Gunnarsdóttir

Staðan í norrænum landbúnaði er misjöfn en áhrifa COVID-19- faraldursins gætir alls staðar. Flestar norrænu þjóðirnar hafa áhyggjur af því að útvega fólk til starfa nú þegar erlent vinnuafl er ekki á faraldsfæti. Garðyrkju- og ávaxtabændur eru sérlega uggandi vegna stöðunnar því þeir reiða sig á erlent verkafólk til að vinna á búum sínum, sérstaklega á sáningar- og uppskerutímanum. Í Finnlandi og Svíþjóð hafa menn áhyggjur af skógariðnaðnum sem hefur orðið fyrir þungu höggi vegna veirunnar og nú þegar hefur nokkrum smærri sögunarmyllum verið lokað í löndunum vegna minn eftirspurnar.

Myndarlegar mótvægisaðgerðir í Noregi

Í Noregi hafa norsku bændasamtökin, Norges bondelag, komist að samkomulagi við stjórnvöld um útgáfu á svokölluðum „fríkortum“ fyrir þá sem vilja starfa í landbúnaði. Með þeim fá þeir sem eru atvinnulausir að halda eftir 50% af dagpeningum sem atvinnulausum býðst til viðbótar við laun í landbúnaðarstörfum. Þar að auki hafa stjórnvöld kynnt mótvægisaðgerðir eða krísupakka upp á 50 milljarða norskra króna sem snýr að litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Fréttir um þetta úrræði voru mikill léttir fyrir bændur í landinu og sérstaklega ferðaþjónustubændur sem eru illa staddir vegna tekjuhruns.

Þjóðhagslegt mikilvægi landbúnaðar

Danskur landbúnaður reiðir sig meðal annars á starfsfólk frá Norður-Þýskalandi, Suður-Svíþjóð og Póllandi. Fólk frá þessum löndum hefur fengið undanþágur til að ferðast til Danmerkur til að starfa í landbúnaði. Er það m.a. vegna þess að í Danmörku er landbúnaður skilgreindur sem þjóðhagslega mikilvæg atvinnugrein. Margt af því starfsfólki frá Norður-Þýskalandi og Suður-Svíþjóð sem starfar í landbúnaði í Danmörku ferðast á milli daglega til og frá vinnu.

Minnkandi eftirspurn eftir timbri

Í Svíþjóð og Finnlandi hafa bændur og stjórnvöld töluverðar áhyggjur af skógariðnaðinum sem hefur hrunið vegna kórónu-faraldursins. Minnkandi eftirspurn eftir afurðum skógarbænda hefur valdið því að nokkrum smærri sögunarmyllum hefur verið lokað í löndunum. Í Finnlandi hefur ríkið gengið fram og boðið lán til bænda sem eiga í rekstrarerfiðleikum upp að hámarki 62.500 evrur sem eru tæpar 10 milljónir íslenskra króna.

Hækkandi fóðurverð hræðir kjúklinga- og eggjabændur

Sænsku bændasamtökin, LRF, eru í viðræðum við ríkið um að fá sambærilegar reglur og Norðmenn varðandi það að atvinnulausir geti haldið helmingi dagpeninga sinna ef þeir taka að sér landbúnaðarstörf. Það er þó ekki enn gengið í gegn. Sammerkt er með frændum okkar á Norðurlöndunum að þeir hafa áhyggjur af hækkandi fóðurverði. Kjúklinga- og eggjabændur eru sérstaklega uggandi yfir stöðunni þar sem þeir eru fljótir að finna fyrir hækkandi heimsmarkaðsverði á kjarnfóðri. Staða á verslun og útflutningi virðist vera á nokkuð góðu róli og birgðir eru nægar í löndunum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...