Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Fyrirtækið Norðursigling hefur, í samstarfi við fleiri aðila, þróað einstakan og umhverfisvænan rafbúnað sem knýr skonnortuna Opal.
Fyrirtækið Norðursigling hefur, í samstarfi við fleiri aðila, þróað einstakan og umhverfisvænan rafbúnað sem knýr skonnortuna Opal.
Fréttir 21. desember 2015

Norðursigling tilnefnd til stærstu umhverfisverðlauna Evrópu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Norðursigling hefur verið tilnefnd til stærstu umhverfis- og viðskiptaverðlauna Evrópu, GreenTec Awards, í flokki ferðamála.
 
Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Norðursiglingar, segir í frétt á heimasíðu félagsins að það sé mikill heiður fyrir félagið og viðurkenning á þeirri umhverfisvænu vegferð sem það hafi markað sér. 
Norðursigling er fyrsta hvalaskoðunarfyrirtækið í heiminum sem býður upp á hvalaskoðunarsiglingar án þess að jarðefnaeldsneyti sé notað en fyrirtækið hefur, í samstarfi við fleiri aðila, þróað einstakan og umhverfisvænan rafbúnað sem knýr skonnortuna Opal. Tilnefningin vekur, að sögn Guðbjarts, athygli á Íslandi sem umhverfisvænum áfangastað. 
 
Netkosning er nú hafin um hver þeirra tíu aðila, sem tilnefndir eru í hverjum flokki, lendir í einu af efstu þremur sætunum en dómnefnd velur síðar sigurvegarann úr þeim hópi. Verðlaunin eru veitt í sextán flokkum og er Norðursigling tilnefnd í flokknum „Ferðalög“ (e.Travel). Norðursiglingarmenn biðla til landsmanna um að leggja sér lið með því að taka þátt í netkosningunni, en hún fer fram á vefslóðinni;  www.greentec-awards.com og er öllum frjálst að taka þátt.
 
Nýsköpun Norðursiglingar þykir einstök og hefur vakið athygli víða um heim. Hlaut fyrirtækið nýverið silfurverðlaun World Responsible Tourism Awards 2015 á World Travel Market (WTM) í London sem er ein stærsta ferðasýning í heiminum. Þetta var jafnframt í fyrsta skiptið sem íslenskt fyrirtæki hefur verið tilnefnt til verðlaunanna. 
 
Norðursigling hefur einnig hlotið verðlaun og viðurkenningar hérlendis en fyrirtækið hlaut Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu í annað sinn nú í ár og var valið fyrirtæki ársins af ferðaþjónustuaðilum á Norðurlandi í haust.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f