Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Sýnt var beint frá mótinu á skákvefnum lichess.org þar sem áhorfendur gátu fylgst með í rauntíma.
Sýnt var beint frá mótinu á skákvefnum lichess.org þar sem áhorfendur gátu fylgst með í rauntíma.
Líf og starf 4. mars 2025

Norðurlandamót ungmenna í skák

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Norðurlandamót ungmenna í skák fór fram í Borgarnesi 14. - 16. febrúar. Mótið á sér mikla sögu en fyrsta mótið fór fram árið 1979 og hefur farið fram árlega síðan þá.

Á mótinu er teflt í fimm aldursflokkum og eiga Norðurlandaþjóðirnar að jafnaði tvo fulltrúa í hverjum flokki. Tefldar voru sex umferðir í hverjum aldursflokki og skipuðu tólf keppendur hvern aldursflokk fyrir sig. Íslendingar eignuðust einn Norðurlandameistara,  Aleksandr Domalchuk-Jonasson, sem vann elsta aldursflokkinn.

Sýnt var beint frá mótinu á skákvefnum lichess.org og til þess að það gangi upp er teflt á sérstökum skákborðum sem ætluð eru til þess. Sérstakir nemar eru neðan í öllum taflmönnunum og einnig eru nemar í öllum reitum á hverju borði svo að hægt sé að senda beint út á netið. Áhugasamir geta því fylgst með heiman að frá sér og þurfa ekki að missa af neinu. Þar að auki sést í þessum beinu útsendingum hvaða leikur þykir vænlegastur til árangurs í hverri stöðu fyrir sig. Keppendur sjá það auðvitað ekki fyrr en eftir að skákinni lýkur.

Það hefur færst mjög í vöxt að beinar útsendingar frá skákmótum séu í boði á netinu og stundum eru allar skákir sem tefldar eru sýndar. Undirritaður hefur sjálfur teflt á svona borði og sem betur fer voru sennilega fáir að fylgjast með þeim skákum enda töpuðust þær allar með glæsilegum hætti.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband - Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is.

Hvítur á leik og mátar í 3 leik.

Dd8 skák. Kxd8. Svartur drepur drottingu hvíts með kóng enda um þvingaðan leik að ræða. Þá leikur hvítur Bg5 skák, og það er tvískák, bæði frá biskupnum og hróknum á d1. Svartur leikur Ke8 enda eini leikurinn í stöðunni og þá leikur hvítur Hd8 og mát.

Skylt efni: Skák

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...