Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Norðurhjáleiga
Bóndinn 11. febrúar 2016

Norðurhjáleiga

Sæunn er fædd og hálfuppalin í Norðurhjáleigu en Þormar er frá Breiðabólsstað á Síðu. Vorum hvort á sínum staðnum með búskap ásamt námi á Hvanneyri 2010–12. Sæunn tekur við búinu af afabróður sínum, Böðvari Jónssyni, sem lést 2013. 
 
Haustið 2013 kom Þormar með sinn bústofn í Norðurhjáleigu, byrjuðum þá að nota nýja gjafaaðstöðu í hlöðu við fjósið sem nú er notað sem fjárhús.
 
Býli:  Norðurhjáleiga.
 
Staðsett í sveit:  Álftaveri í Skaftárhreppi, Vestur-Skaftafellssýslu.
 
Ábúendur: Sæunn Káradóttir og Þormar Ellert Jóhannsson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): 
Þormar, f. 1987, Sæunn, f. 1990 og Signý Heiða, f. 2014. Tilvonandi smalahundurinn Myrra frá Gröf og veiðikötturinn Pési. Svo er stórfjölskyldan einstaklega dugleg að koma og aðstoða okkur.
 
Stærð jarðar?  Stutta svarið er 6.000 ha óskipt land með 2 öðrum jörðum, suður að sjó og út á Mýrdalssand.
.
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 215 kindur og 15 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Varla til hefðbundinn dagur hjá okkur, erum bæði í hlutastarfi á Klaustri og dóttirin í leikskóla á meðan. Annað okkar vanalega heima að gegna og sinna því sem þarf þann daginn. „Sumarfríið“ fer í sauðburð, jarðvinnslu, heyskap og smalamennskur. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Flest skemmtilegt þegar vel gengur, sérstaklega heyskapur og smalamennskur. Leiðinlegt þegar gengur illa á sauðburði, ef illa viðrar í heyskap eða fuglinn gatar rúllurnar.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Annað, og helst bæði, alveg heima að sinna búinu, búin að finna leið til að auka tekjurnar heima við. Að bústofninn skili afurðum sem við teljum ásættanlegt miðað við aðstæður, tún komin í góða rækt, hús í betra stand og betri tækjakostur. Sum sé allt á uppleið.
 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Höldum að allir reyni að gera sitt besta í þeim málum.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Hann hefur alla burði til að vera í fremstu röð hvað varðar hreinleika og gæði afurða, við megum vera stolt af okkar frábæru afurðum. Landbúnaður skiptir líka miklu máli hvað varðar búsetu og atvinnu alls staðar á landinu.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Betri markaðssetning sem sú lúxusvara sem þær svo sannarlega eru og sérstaklega þá lambakjötið.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólkurvara af ýmsu tagi, íslenskt grænmeti og lýsi.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Slátur, einfalt og þægilegt að elda, en samt afbragðsmatur. Grillað lambakjöt klikkar ekki heldur.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar Þormar kom með sinn bústofn frá Breiðabólsstað haustið 2013  og allt sem við erum búin að laga á jörðinni síðan; gjafaaðstaða, gólf í fjárhúsum, endurræktun, brúargerð og kaup á tækjum.

6 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f