Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Norðurhagi í Húnabyggð
Bóndinn 5. júní 2023

Norðurhagi í Húnabyggð

Ragnhildur er fædd og uppalin í Norðurhaga og hefur stundað búskap þar með foreldrum sínum síðan hún man eftir sér. Dagur kemur svo inn í búið 2019 en þau kaupa jörðina af foreldrum Ragnhildar í ársbyrjun 2023.

Býli? Norðurhagi í Húnabyggð. Staðsett í sveit? Austur-Húnavatnssýsla.

Ábúendur? Ragnhildur Ásta Ragnarsdóttir og Dagur Freyr Jónasson, ásamt foreldrum Ragnhildar, Ragnar Bjarnason og Þorbjörg Pálsdóttir

Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Við parið, hundarnir Moli og Garpur og kötturinn Pétur.

Stærð jarðar? 250 hektarar og um 70 hektarar af ræktuðu landi.

Gerð bús? Sauðfjárbú.

Fjöldi búfjár? Rúmlega 500 kindur og nokkur hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Morgun- og kvöldgjafir ásamt ýmsum verkum yfir daginn.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Flest allt skemmtilegt en það sem stendur upp úr er sauðburður, smalamennskur og réttir, en svo er alltaf gaman að fóðra gripina og heyja í góðu húnversku veðri. Leiðinlegast er þegar skepnurnar veikjast, gera við ónýtar girðingar og hreinsa skít af grindum.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Enn þá fleiri kindur og meiri kynbætur.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk og ostur.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt í hinum ýmsum formum er yfirleitt á boðstólum og slatti af meðlæti með því.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Eftirminnilegast er líklegast þegar við tókum við búinu núna í ársbyrjun en annars eru öll markmið sem hafa náðst og allir litlu sigrarnir eftirminnilegir líka.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f