Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Nýju reglurnar í Noregi gilda um öll tæki í landbúnaði sem eru framleidd og seld með öryggisbeltum.
Nýju reglurnar í Noregi gilda um öll tæki í landbúnaði sem eru framleidd og seld með öryggisbeltum.
Á faglegum nótum 17. júlí 2020

Norðmenn skylda öryggis-beltanotkun í dráttarvélum

Höfundur: Snorri Sigurðsson
Frá 1. júlí sl. hefur verið skylda í Noregi að nota öryggisbelti við vinnu og akstur á dráttar- og vinnuvélum, en þar í landi hefur um helmingur allra banaslysa í landbúnaði verið rakinn til vinnu við eða á slíkum vélum. Eins og flestir vita eru dráttarvélar og mörg af þeim tækjum sem eru notuð við búskap ekki sérlega stöðug og vegna hönnunar þeirra, þyngdarpunkta og oft og tíðum erfiðra vinnuaðstæðna þá lenda þau oft í veltum.
 
Aðeins 17% nota belti 
 
Algengustu banaslysin í norskum landbúnaði, sem tengjast notkun á dráttar- eða vinnuvélum, hafa verið rakin til þess að ökumaður kastast úr sæti sínu og fær vélina yfir sig með einhverjum hætti. Þrátt fyrir að flestir viti af þessari hættu þá er sætisbeltanotkun meðal bænda í Noregi ekki mikil og samkvæmt könnun sem norska vinnueftirlitið gerði árið 2018 sögðust einungis 17% svarenda alltaf nota öryggisbelti vinnutækja sinna.
 
Vilja tryggja aukið öryggi í landbúnaði
 
Af þessum sökum hefur nú verið ákveðið að gera þessa kröfu til allra sem nota slík tæki þar sem það sé gríðarlega mikilvægt skref í átt að auknu öryggi í landbúnaði. Talið er að nýju reglurnar muni bjarga mannslífum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu norska vinnueftirlitsins en þar segir jafnframt að það séu þó gefnar örfáar undantekningar frá þessari skyldu um notkun á öryggisbeltum, en það er ef ekið er á ísilögðu vatni eða vinnan krefst þess að ökumaður tækisins þurfi sí og æ að fara inn og út úr vélinni. Þá er ekki gerð krafa um sætisbeltanotkun við akstur á fjórhjólum.
 
Nýju reglurnar í Noregi gilda um öll tæki í landbúnaði sem eru framleidd og seld með öryggisbeltum sem hluta af öryggisbúnaði en hvort ökutæki skuli hafa slíkan búnað fer eftir eðli og gerð tækisins.
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...