Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Norðmenn nota flygildi til að hámarka skógræktina
Fréttir 1. september 2020

Norðmenn nota flygildi til að hámarka skógræktina

Höfundur: SNS-Bondebladet

Norskir bændur eru umfangsmiklir þegar kemur að skógrækt og framleiðslu á timbri en undanfarin ár hafa þeir átt undir högg að sækja vegna aukinnar samkeppni á þessu sviði í heiminum. Nú hafa þarlendir snúið vörn í sókn með nýju þróunarverkefni, sem er samstarfsverkefni margra stofnana.

Tilgangurinn er að gera norska skógrækt betur samkeppnishæfa og hefur verið stofnuð sérstök þróunarmiðstöð í þessum tilgangi sem hefur hvorki meira né minna en úr 3,3 milljörðum íslenskra króna að moða á næstu átta árum.

Eitt verkefni þróunarmiðstöðvarinnar, sem er með 22 skilgreind þróunarverkefni, er kallað SmartForest en það byggir á því að færa skógarbúskap inn í nútímann með því að nýta stafræna tækni til að bæta árangurinn. Til þess að geta það hefur verið þróað flygildi sem getur aðstoðað bændur við að skoða eigin ræktun, meta hvort skógurinn sé að vaxa nógu hratt og vel og jafnvel finna svæði sem e.t.v. þurfa á sérstakri áburðargjöf að halda og fleira mætti nefna.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...