Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Erna Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá MS.
Erna Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá MS.
Lesendarýni 8. desember 2020

Norðmenn gæta hagsmuna landbúnaðar gagnvart ESB

Höfundur: Erna Bjarnadóttir,

Á grundvelli 19. gr. EES-samning­sins gera aðildarríkin þ.e. ESB annars vegar og EFTA-ríkin hvert í sínu lagi, hins vegar, samninga um viðskipti með landbúnaðarvörur. Íbúafjöldi Noregs er nú um 5,4 milljónir eða fimmtánfaldur fjöldi Íslendinga.

Líkt og Ísland hafa Norðmenn gert slíka samninga að því best verður séð þrisvar sinnum, árin 2003, 2010 og 2017. Einnig hafa Noregur og ESB tvisvar gert viðskiptasamninga á grundvelli EES-samningsins, viðskiptasamning um markaðsaðgang á grundvelli EES-samningsins sjálfs, án skírskotunar til 19. gr., sem tekur að einhverju leyti til sömu vara.

Það er hins vegar langur vegur frá að tollfrjáls aðgangur ESB fyrir landbúnaðarvörur inn á Noregsmarkað sé neitt í líkingu við það sem Ísland hefur veitt ESB. Þannig er tollfrjáls kvóti ESB fyrir svínakjöt 1.200 tonn inn á Noregsmarkað samanborið við 696 tonn til Íslands. Helmingur kvótans, 600 tonn, er bundinn við kjöt í heilum og hálfum skrokkum. Hér á landi er kvótinn ekki bundinn við einstaka skrokkhluta. Það kallar á skýringar ef rétt er að því hafi verið haldið fram að ekki væri hægt að fá umrædda tollkvóta bundna t.d. við svínasíður þegar samningur Íslands og ESB var gerður. Alifuglakjötskvóti ESB inn til Noregs er 950 tonn en 1.056 til Íslands. Nautakjötskvóti ESB til Noregs er 2.500 tonn, 696 tonn til Íslands. Sá kvóti er einnig bundinn við einstaka tollflokka nautakjöts. Þá nemur tollfrjáls kvóti sem Noregur veitir ESB fyrir osta 8.400 tonnum. Á móti fær Noregur tollfrjálsan markaðsaðgang fyrir 7.200 tonn af osti og 4.400 tonn af mysudufti. Norðmenn hafa að vísu aðeins nýtt um 30% af þessum ostakvóta og kvótinn fyrir mysuduftið er enn ekki kominn til framkvæmda.

Þá hafa löndin átt viðræður um að ESB og Noregur geri samning um gagnkvæma verndun afurðaheita, svipað og Ísland gerði árið 2015, sem leiddi m.a. til sérstakra tollkvóta fyrir slíka osta. Fulltrúar ESB hafa lagt að Norðmönnum að íhuga að taka aftur upp viðræður um þessa viðurkenningu en eins og segir í skýrslu ESB um málið: „Norska sendinefndin útskýrði að hún myndi ráðfæra sig við viðeigandi yfirvöld um möguleikann á að hefja þessar viðræður að nýju.“
Það er því af nógu að taka þegar farið er að skoða hvernig þessi tvö lönd hafa skipað sínum málum gagnvart ESB þegar kemur að samningum um viðskipti með landbúnaðarvörur.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...