Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Laburnum anagyroides er meðal þeirra trjátegunda sem bannað var að kynna og selja í Noregi frá og með síðustu áramótum.
Laburnum anagyroides er meðal þeirra trjátegunda sem bannað var að kynna og selja í Noregi frá og með síðustu áramótum.
Fréttir 5. febrúar 2021

Norðmenn banna nokkrar tegundir framandi plantna

Höfundur: ehg

Frá og með 1. janúar var bannað að kynna, selja og setja út níu plöntutegundir í Noregi, þar á meðal tvær tegundir gullregns, balsamösp ásamt þremur tegundum mispla.

„Framandi tegundir geta verið mikil ógn við líffræðilega fjölbreytni og fer vaxandi. Ákveðnar tegundir flytja úr landi og koma í stað plantna og dýra á ákveðnum svæðum og bann er strangt tæki sem á að tryggja að við lágmörkum tap á náttúrunni og þeim samfélagslega kostnaði sem getur orðið þegar innleiddar eru framandi tegundir,“ segir loftslags- og umhverfisráðherra Noregs, Sveinung Rotevatn.

Nú um áramótin voru fimm ár síðan reglugerðin um framandi lífverur tók gildi. Þrátt fyrir að nokkrar plöntutegundir hafi verið bannaðar fyrir fimm árum var ákveðið að bannið við ákveðnum tegundum myndi frestast. Þetta var gert vegna þess að framleiðsla á runnum og trjám krefst mikils tíma þannig að garðyrkjuskólar og greinin í heild fékk tíma til að aðlagast breyttum reglum.

Eftirfarandi tegundir voru bannaðar í Noregi frá og með 1. janúar 2021:

Sólbroddur (Berberis thunbergii)
Hyrnitegundin (Swida sericea)
Alpagullregn (Laburnum alpinum)
Gullregn (Laburnum anagyroides)
Þrjár tegundir af mispli (Cotoneaster dielsianus, C. divaricatus, C. monopyrenus)
Balsamösp (Populus balsamifera)
Víðitegund (Salix x fragilis)

Skylt efni: Noregur gróður

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...