Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Norðlenskir bændur keyptu hey fyrir 25 milljónir
Gamalt og gott 14. júní 2018

Norðlenskir bændur keyptu hey fyrir 25 milljónir

Á forsíðu Bændablaðsins fyrir fimm árum, 6. júní 2013, var greint frá því að norðlenskir bændur hefðu þurft að punga út 25 milljónum króna til kaupa á heyi veturinn sem þá leið.

Í viðtalið við Benedikt Hjaltason verktaka kemur fram að áætlað sé að búið hafi verið að flytja um 2.000 til 2.500 heyrúllur af Suður- og Vesturlandi inn á Norðurland liðinn vetur og norðlenskir bændur hafi þurft að greiða allt að 25 milljónir króna fyrir það.

„Benedikt er enn að, flutti um 200 rúllur í liðinni viku og álíka magn verður flutt norður í þessari viku, segir í umfjölluninni.“  

„Auk hans hafa fjórir til fimm aðilar aðrir annast heyflutninga. Verðið er um 11 þúsund krónur á rúllu, þær kosta yfirleitt um 6.000 krónur hver og ofan á leggjast um 5.000 krónur í flutningsgjald. „Ég vil hrósa bændum í öðrum héröðum, t.d. á Suður- og Vesturlandi, fyrir að bjóða hey á skikkanlegu verði, þeir hafa alls ekki notfært sér það ástand sem skapast hefur hér norðan heiða og tekið upp á því að hækka verð á heyi, þó að aðstæður hafi vissulega skapast til þess með aukinni eftirspurn. Það finnst mér til fyrirmyndar,“ segir Benedikt. Heyflutningum ekki lokið Hann segir að þótt komið sé fram í júní sé heyflutningum milli landshluta fráleitt lokið. Nú í vikunni var hann t.d. beðinn um að sækja um 50 rúllur suður yfir heiðar, „og ég fer mjög sennilega þrjár ferðir í vikunni, þegar upp verður staðið í vikulok verða þetta tæplega 200 rúllur,“ segir Benedikt. Bændur á norðanverðu landinu eru margir hverjir orðnir tæpir með hey, enda var uppskera með minna móti á liðnu sumri vegna þurrka og þá settist vetur óvenjusnemma að liðið haust, hófst með látum strax í byrjun september. Búpeningur hefur meira og minna verið á húsi í allan vetur og langt fram á vor, þannig að hratt og örugglega hefur gengið á heybirgðir sem víða eru á þrotum,“ segir ennfremur í umfjölluninni í 11. tölublaði Bændablaðsins 2013.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...