Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Norðlenska lækkar dilkaverð um 10% og 38% fyrir fullorðið fé
Fréttir 26. ágúst 2016

Norðlenska lækkar dilkaverð um 10% og 38% fyrir fullorðið fé

Höfundur: Vilmundur Hansen

Norðlenska hefur ákveðið að lækka verðskrá sauðfjárinnleggs fyrir sláturtíðina 2016 um 10% fyrir dilka og 38% fyrir fullorðið fé. Ástæður lækkunarinnar eru sagðar launahækkanir, slæmar horfur á útflutningsmörkuðum og styrking á gengi krónunnar á sama tíma og vaxtastig hefur haldist mjög hátt. Greint er frá þessu á vef Norðlenska.

Á vef fyrirtækisins segir að afkoma Norðlenska af slátrun og vinnslu sauðfjárafurða hefur verið óviðunandi og verulegt tap myndaðist vegna þessa á rekstarárinu 2015. Heildsöluverð á kjöti hefur ekki hækkað í samræmi við aukinn launakostnað vegna slátrunar og vinnslu.

Horfur á útflutningsmörkuðum fyrir kjöt og aukaafurðir eru neikvæðar um þessar mundir og verðlækkanir yfirvofandi víða. Auk þess rýrir styrking krónunnar verðmætið í krónum talið. Á sama tíma hefur vaxtastig í landinu haldist mjög hátt sem gerir allan birgðakostnað íþyngjandi. Þá er eftirspurn eftir aukaafurðum lítil og verð mjög lág, til að mynda er enn mikið af gærum frá árunum 2014 og 2015 óseldar og verð á görnum, vömbum og öðrum útfluttum sláturvörum hefur lækkað mikið.

Meðal innkaupsverð Norðlenska á dilkum, svokallað bændaverð, hefur hækkað um rúm 42% frá 2010 til 2015. Meðal innkaupsverð á fullorðnu fé hefur á sama tíma hækkað um tæp 44%. Grundvöllur þessara hækkana undanfarinna ára voru ágætar aðstæður á útflutningsmörkuðum. Nú hafa þær aðstæður breyst og verðskrárbreytingar taka mið af því að mati fyrirtækisins.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...