Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska. Sauðfjárslátrun verður aflögð á Höfn á vegum Norðlenska í haust að óbreyttu.
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska. Sauðfjárslátrun verður aflögð á Höfn á vegum Norðlenska í haust að óbreyttu.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 20. apríl 2016

Norðlenska hættir rekstri sláturhússins á Höfn

Höfundur: smh
Eins og greint var frá á dögunum hefur Norðlenska ákveðið að hætta rekstri sláturhússins á Höfn í Hornafirði. Stjórn Norðlenska tilkynnti stjórn Sláturfélagsins Búa, sem á um 70 prósent í sláturhúsinu, um þetta í byrjun mars; að sauðfjárslátrun yrði ekki á þeirra vegum á Höfn í næstu sláturtíð.  
 
Á Höfn í Hornafirði er starfrækt sauðfjár- og stórgripasláturhús í gömlu frystihúsi við höfnina sem breytt var í sláturhús. Um 34 þúsund fjár var slátrað á Höfn í síðustu sláturtíð.
 
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir að ekki sé gert ráð fyrir slátrun sauðfjár á vegum Norðlenska á Höfn haustið 2016, að óbreyttu. 
 
„Slátrun á Höfn hefur verið um 50 prósent dýrari en slátrun í slátur­húsi félagsins á Húsavík. Miðað við núverandi stöðu á kjötmarkaði eru stjórnendur og stjórn Norðlenska nauðbeygð til að leita allra leiða til að draga úr kostnaði til að standa vörð um eign hluthafa í félaginu, þar sem eru yfir 500 bændur.
 
Við teljum að þessar breytingar séu óumflýjanlegar og staðan á kjötmarkaði þvingi fram hagræðingu í greininni,“ segir Ágúst.
 
Stórgripaslátrun óbreytt um sinn
 
Í tilkynningu á vef Norðlenska er svo greint frá því að Norðlenska geri ráð fyrir því að slátra því sauðfé sem bændur á svæðinu óska eftir að leggja inn hjá félaginu í komandi sláturtíð, í sláturhúsi félagsins á Húsavík.
 
„Unnið er að málinu í samvinnu við Sláturfélagið Búa, sem er meðeigandi í sláturhúsinu með Norðlenska. Fundað verður með bændum á svæðinu á næstu vikum og haft samband við alla innleggjendur varðandi breytt fyrirkomulag.
 
Norðlenska er að leita leiða til að tryggja innleggjendum stórgripa hjá félaginu slátrun og þjónustu til frambúðar.  Stórgripaslátrun verður starfrækt með óbreyttu sniði á Höfn fyrst um sinn.
 
Mikilvægt er að bændur sem lagt hafa inn sauðfé til slátrunar hjá Norðlenska á Höfn geri grein fyrir áætluðu innleggi sínu til félagsins á komandi hausti sem fyrst,“ segir í tilkynningunni.
 
Heimamenn fóru yfir málin með bæjarstjórn Hornafjarðar á fundi þann 17. mars, en engin tíðindi voru af þeim fundi.
 
Aðalfundur Búa var haldinn 6. apríl síðastliðinn og þar var kosin ný stjórn sem mun taka ákvörðun um næstu skref í málinu.

Skylt efni: sláturhús

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...