Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hafliði Halldórsson matreiðslumeistari og framkvæmdastjóri.
Hafliði Halldórsson matreiðslumeistari og framkvæmdastjóri.
Líf og starf 26. nóvember 2020

Nördaþáttur fyrir matgæðinga

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hafliði Halldórsson, fram­kvæmdastjóri Icelandic Lamb og matreiðslumeistari, hefur á undanförnu ári haldið úti hlaðvarpi um mat og matarmenningu sem hann kallar Máltíð.

„Ég vissi að mig langaði til að miðla sögum þeirra sem brenna fyrir mat og veit persónulega að í þeim hópi eru svo margir ástríðufullir og skemmtilegir að ég þóttist viss um að þetta yrði skemmtilegt, sem hefur verið raunin a.m.k. fyrir mig. Ég tók nokkurra mánaða hlé í sumar en er kominn af stað aftur og mun halda mínu striki þangað til ég verð uppiskroppa með umræðuefni og viðmælendur. Sem gerist líklegast seint. Á sama tíma eru mörg hlaðvörp sem fjalla um svipaða hluti, en ég tel mig eiga erindi inn í þá umræðu,“ segir Hafliði en áhersla þáttanna endurspeglar áhugasvið hans á hráefnum, aðferðum til varðveislu, verkunar og matargerðar.

„Áherslan er svolítið sjálfhverf því þetta er nördaáhugi á mat og matarmenningu. Ég vil tala við fólkið með þekkinguna, sem er kannski fyrst og fremst fagfólk í matvælageiranum og bændur.“

Hafliði ólst upp í sveit á blönduðu búi og segist því skilja hvað það þýðir að hafa metnaðarfulla bændur sem sjá okkur fyrir úrvals hráefni auk þess sem hann starfaði lengi í veitingageiranum. „Þar er magnað að sjá hvað flinkasta fagfólkið okkar getur skapað og búið til gríðarleg verðmæti úr gæða hráefnum. Svo er auðvitað til margt fólk sem hefur gríðarlegan áhuga á þessum málaflokki án þess að hafa starfað beint við greinina sem ég ætla líka að spjalla við. Enda eðlilegt þar sem matur og matarmenning er svo stór þáttur í lífi allra og partur af hversdeginum.“

– Hvernig finnst þér að miðla upplýsingum gegnum hlaðvarp?
„Mér finnst miðillinn góður, hann býður upp á umræðu í dýptina sem er tæpast rúm fyrir í hefðbundnu útvarpi og sjónvarpi. Með lágum framleiðslukostnaði er hægt að ná til ótrúlega margra og efnið getur lifað góðu lífi löngu eftir að það fyrst var gefið út. Þeir sem nenna og hafa áhuga á efninu hlusta á þáttinn minn og hinir á eitthvað annað. Það er eftirtektarvert hvað ungt fólk nýtir formið mikið og sýnir að það er erindi fyrir ítarlegt efni og nördalega þætti fyrir afmarkaða hópa.“
Á næstu misserum hyggst Hafliði auka framleiðslu á Máltíðum.

„Ég ætla fyrst og fremst að hafa reglufestu í útgefnum þáttum. Ég vil,, auk þess að hafa tugi manna á lista yfir væntanlega viðmælendur á höfuðborgarsvæðinu, líka fara með þáttinn út á land, hitta þar kokka, veitingamenn, bændur, sjómenn og fólk sem starfar í nýsköpun. Segja söguna af íslenskum hráefnum og matarhefðum sem svo speglast í nútímanum og fjölbreytileikanum í áhrifum frá hæfileikafólki af erlendum uppruna sem auðgar okkar mannlíf og matarmenningu. Svo er ég alltaf opinn fyrir góðum tillögum að efni og viðmælendum,“ segir Hafliði.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...