Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nora frá DROPS Design
Hannyrðahornið 20. apríl 2016

Nora frá DROPS Design

Fallegt sett fyrir bæði stelpur og stráka sem er kósí að eiga þegar allra veðra er von. 
 
Fljót prjónað sett með garðaprjóni og allir ráða við að gera. Eigum mikið úrval af flottum litum fyrir ykkur. Endilega kíkið á litaúrvalið okkar inná www.galleryspuni.is eða kíkið til okkar í verslun Gallery Spuna í Grindavík. Við tökum vel á móti ykkur og getum aðstoðað ykkur við litavalið.
Prjónað DROPS eyrnaband og trefill úr DROPS Lima eða Nepal. Stærð 3–12 ára
 
DROPS Extra 0-939 
DROPS Design: Mynstur nr ne-016-bn
Garnflokkur C
 
EYRNABAND:
Stærð: 3/5 - 6/9 - 10/12 ára
Höfuðmál: 50/52 - 52/54 - 54/58 cm
 
Efni: 
DROPS Lima frá Garnstudio
50-100-100 gr litur nr 0282, beige
Afgangur af lit nr 0100, natur fyrir heklaðan kant.
 
Eða notið:
DROPS NEPAL frá Garnstudio
50-100-100 gr litur nr 0300, beige
Afgangur af lit nr 0100, natur fyrir heklaðan kant.
DROPS PRJÓNAR NR 5,5 – eða sú stærð sem þarf til að 16 l og 30 umf með garðaprjóni verði 10 x 10 cm.
DROPS HEKLUNÁL NR 4 – fyrir heklaðan kant.
 
TREFILL:
Stærð: 3/5 – 6/9 – 10/12 ára
 
Stærð:
Breidd: ca 13-15-17 cm 
Lengd: ca 120-135-150 cm
 
Efni: 
DROPS Lima frá Garnstudio
100-100-100 gr litur nr 0282, beige
100-100-100 gr litur nr 0100, natur
 
Eða notið:
DROPS NEPAL frá Garnstudio
100-100-100 gr litur nr 0300, beige
100-100-100 gr litur nr 0100, natur
DROPS PRJÓNAR NR 7 – eða sú stærð sem þarf til að 14 l og 26 umf með garðaprjóni verði 10 x 10 cm
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf.
 
EYRNABAND:
Fitjið upp 24-28-32 l á prjóna nr 5,5 með beige. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan. Þegar stykkið mælist ca 42-44-48 cm er fellt laust af. Saumið saman uppfitjunarkant og affellingarkant, saumið kant í kant svo að saumurinn verði ekki of þykkur.
 
HEKLAÐUR KANTUR:
Heklið kant meðfram hvorri hlið á eyrnabandinu með heklunál nr 4 og natur, heklið í ystu lykkju. Heklið 1 fl í fyrstu l, 2 ll, * hoppið fram ca 1 cm, heklið 1 fl og 2 ll *, endurtakið frá *-* umf hringinn, passið uppá að kanturinn verði ekki of stífur. Endið á 1 kl í fyrstu fl. Klippið frá og festið enda. Eyrnabandið er brotið saman tvöfalt, en einnig er hægt að nota alla breiddina eins og opin húfa.
 
TREFILL:
Fitjið upp 18-21-24 l á prjóna nr 7 með beige. Prjónið 20 umf GARÐAPRJÓN –sjá skýringu að ofan: * Skiptið yfir í natur og prjónið 20 umf garðaprjón, skiptið yfir í beige og prjónið 20 umf garðaprjón *, endurtakið frá *-* þar til stykkið mælist ca 120-135-150 cm eða að óskaðri lengd, passið uppá að enda trefilinn með natur. Fellið af, klippið frá og festið enda.
 
KÖGUR:
Festið kögur á báðum endum á treflinum. Notið natur í endann sem er með beige og beige í endann sem er með natur. Klippið þræði sem eru ca 28-30 cm langir. Skiptið þeim niður 3 saman og brjótið þá saman tvöfalda. Þræðið inn lykkju í gegnum neðstu rönd með garðaprjóni á treflinum, þræðið endana í gegnum lykkjuna og herðið að. 
 
 
Prjónakveðja,
fölskyldan í Gallery Spuna
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...