Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Heilmikið er til af frystu hafrasæði og geitabændur hvattir til að nýta það til að breikka út ættarlínur og forðast skyldleikaræktun.
Heilmikið er til af frystu hafrasæði og geitabændur hvattir til að nýta það til að breikka út ættarlínur og forðast skyldleikaræktun.
Mynd / sá
Fréttir 8. nóvember 2024

Nóg af sæði í hafrastöðinni

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Nóg er til af frystu hafrasæði og geitabændur hvattir til að nýta sér það til að breikka ættarlínur og koma í veg fyrir skyldleikaræktun.

Geitfjárræktarfélagið hefur flest undanfarin ár tekið sæði úr höfrum í hafrastöð sinni á Hvanneyri og fryst til varðveislu.

„Alls voru sjö hafrar teknir á stöð á síðasta ári og voru það hafrar frá Háafelli, Eskiholti, Hrísakoti og Háhóli. Sæði var nýtt frá fjórum bæjum og er mikilvægt að fleiri nýti sér hafrastöðina,“ segir Brynjar Þór Vigfússon, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands, aðspurður um gang mála í stöðinni.

Góður banki myndast

Miklar kvaðir eru á flutningi geita milli svæða og því auðveldar sæðistaka til muna kynbætur á hinum smáa stofni. Stöðin var sett á laggirnar árið 2019 til að skjóta stoðum undir söfnun sæðis, frystingu, nýtingu og langtíma varðveislu erfðaefnis íslenska geitastofnsins.

Í fyrra var tekið sæði í um 560 strá og segir Brynjar Þór augljóst að mikið magn sé til staðar fyrir áhugasama. „Allt sæði er djúpfryst og geymt og hefur myndast góður banki. Hefur á Háafelli verið reynt að sæða með yfir tíu ára gömlu sæði og var góður árangur af því,“ segir hann.

Geitfjárbændur hvattir til að sæða

„Ráðgert er að sama snið verði á stöðinni áfram og eru geitabændur hvattir til að athuga hvort sæðingar henti. Þá sérstaklega í ljósi þess að breikka út ættarlínur sínar og forðast skyldleikaræktun,“ segir Brynjar og bætir við að árangur hafi því miður verið misjafn en nokkrir þó náð góðum árangri.

„Hins vegar er reynslan aðeins frá fáum búum og því ekki hægt að segja með fullnægjandi hætti hversu góður árangur er,“ segir hann enn fremur og minnir á að sæði sé bændum að kostnaðarlausu.

Skylt efni: geitfjárrækt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f