Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Verðlaunahafarnir með verðlaunagripina. Frá vinstri: Sigríður Jónsdóttir á Fossi, Ólafur Stefánsson í Hrepphólum og Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá RML.
Verðlaunahafarnir með verðlaunagripina. Frá vinstri: Sigríður Jónsdóttir á Fossi, Ólafur Stefánsson í Hrepphólum og Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá RML.
Mynd / Fjóla Ingveldur Kjartansdóttir.
Fréttir 8. apríl 2024

Nítján kúabú í Hrunamannahreppi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Á aðalfundi Nautgriparæktarfélags Hrunamanna nýlega voru veitt verðlaun fyrir góðan árangur bænda.

Sigríður Jónsdóttir á Fossi tók við verðlaunum fyrir ræktunarbú ársins, Ólafur Stefánsson í Hrepphólum tók við verðlaunum fyrir afurðahæsta búið og afurðahæstu kúna, Skellu 1106 frá Hrepphólum, sem mjólkaði 13.922 kg.

Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá RML, tók svo við Huppuhorninu fyrir hönd Björgvins Viðars og Margrétar Hrundar Arnarsdóttur í Dalbæ 1 fyrir efnilegustu kvíguna, Drottningu 922. Að fundi loknum var félagsmönnum boðið að kíkja í fjósið í Túnsbergi.

Nautgripafélag Hrunamanna er 120 ára gamalt í ár. Stjórn þess skipa þau Fjóla Ingveldur Kjartansdóttir í Birtingaholti, Björgvin Viðar Jónsson í Dalbæ og Marta Esther Hjaltadóttir á Kópsvatni. Í Hrunamannahreppi eru nítján kúabú og af þeim eru fjórtán með mjaltaþjón eða mjaltaþjóna.

Þessi bú lögðu inn að meðaltali 394.434 lítra af mjólk á síðasta ári. Meðalafurðir eftir árskú voru 6.829 lítrar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f