Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór fram 22. febrúar og 7. mars, samtals 616 kindur, í kjölfar þess að riðusmit var staðfest í skimunarsýni í sláturhúsi.

Staðfest smit var frá bænum Eiðsstöðum, en þar sem búrekstur þar er sameiginlegur með nágranna- bænum Guðlaugsstöðum var metið sem svo að féð á bæjunum væri ein hjörð með tilliti til sóttvarna. Heildarfjöldi fjár á báðum bæjum var um 700.

Hlutaniðurskurður í boði

Í samræmi við breytingareglugerð um riðuveiki og útrýmingu hennar var bændum boðið upp á að láta arfgerðagreina hjörðina og þar sem arfgerðagreiningar leiddu í ljós að bæði verndandi og mögulega verndandi (MV) arfgerðir voru í hjörðinni var þeim boðið upp á hlutaniðurskurð.

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins útbjó ræktunaráætlun fyrir hjörðina og mögulegar sviðsmyndir voru skoðaðar áður en tekin var ákvörðun í samráði við bændurna um hlutaniðurskurð. Í framhaldinu var það fé sem ber verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir undanskilið niðurskurði, sem var samtals 50 fjár á báðum bæjum; fjórar kindur með verndandi og 46 með mögulega verndandi, samkvæmt upplýsingum frá Þorvaldi H. Þórðarsyni, starfandi yfirdýralækni Matvælastofnunar.

Aðkeyptir hrútar skulu vera arfhreinir ARR

Meðal helstu skilyrða fyrir uppbyggingu hjarðarinnar að nýju eru að skylt er að nota arfhreina ARR hrúta í ræktun auk hrúta sem bera MV/MV arfgerðir. Aðeins árið 2024 er í undantekningatilvikum heimilt að nota eigin ARR/x hrúta (x má ekki vera VRQ).

Aðkeyptir hrútar skulu vera ARR/ ARR, en heimilt er að kaupa ARR/x gimbrar svo lengi sem x er ekki VRQ.

Þá ber að einangra þær kindur sem ekki verða skornar niður og þær sem við hjörðina kunna að bætast og halda innan fjárheldra girðinga á bænum í allt að sjö ár frá niðurskurði, enda greinist hefðbundin riða ekki á því tímabili. Matvælastofnun er þó heimilt að leyfa að kindurnar séu haldnar í einangrun annars staðar.

Skylt er að rækta upp hjörðina með það að markmiði að hún verði ónæm fyrir riðu. Þegar 75% hluti hjarðarinnar með ARR/ARR og restin ARR/ MV er Matvælastofnun heimilt að aflétta einangrun en þó aldrei fyrr en að liðnum tveimur árum frá niðurskurði.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...