Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Neytendasamtökin vilja tryggja öryggi innfluttra kjötafurða
Fréttir 30. mars 2016

Neytendasamtökin vilja tryggja öryggi innfluttra kjötafurða

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Neytendasamtökin fagna því að hérlendis standi neytendum til boða íslenskt kjöt sem ræktað hefur verið án aðstoðar sýkla­lyfja. Hvað varðar innflutt kjöt hafa samtökin ítrekað gert kröfu um að innflutt kjöt uppfylli sömu gæðakröfur og innlend framleiðsla.
 
Það felur meðal annars í sér að tryggja verður að innflutt kjöt sé laust við sýklalyfjaleifar á sama hátt og það íslenska og að skimað verði fyrir ónæmum sýklum í innfluttu kjöti á reglubundinn hátt eins og heilbrigðisráðherra hefur óskað eftir. Æskilegt væri að stjórnvöld myndu efla eftirlit með innfluttum kjötafurðum svo um munar til að tryggja að innflutta kjötið uppfylli sömu gæðakröfur og það íslenska.
 
„Það er fagnaðarefni að sýklalyfjaleifar finnist ekki í innlendu kjöti,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Minnt er á að Neytendasamtökin hafa ávallt krafist þess að ekki séu minni kröfur gerðar til innfluttra landbúnaðarvara og þeirra innlendu. Því þarf Matvælastofnun að fylgjast með að innflutt kjöt sé án sýklalyfja­leifa og einnig að þetta kjöt sé skim­að til að tryggja að það innihaldi ekki ónæma sýkla. Það er eðlilegt að gerðar séu sömu kröfur til innflutts kjöts og sem gerðar eru til kjöts framleitt hér á landi,“ sagði Jóhannes í pistli á vefsíðu samtakanna nýverið. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...