Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza
Mynd / Pixabay
Fréttir 29. október 2025

Neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza

Í kjölfar samkomulags um vopnahlé á Gaza er ein stærsta mannúðaraðgerð allra tíma hafin. Í henni mun Rauði krossinn gegna formlegu lykilhlutverki. Svo umfangsmiklar aðgerðir krefjast gríðarlegs skipulags og hefur öll hreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans verið virkjuð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Rauða krossinum.

Rauði krossinn á Íslandi hefur nú sett af stað neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza. „Við hvetjum landsmenn og íslensk fyrirtæki til að leggja söfnuninni lið og taka þannig þátt í því lífsbjargandi starfi sem nú fer í hönd á Gaza,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.

Almennir borgarar á Gaza hafa í tvö ár þurft að þola stanslausar og vaxandi hörmungar sem hafa svipt um 1,8 milljón manns heimilum sínum og lífsviðurværi. Um 67 þúsund manns hafa verið drepin, þúsundir hafa særst og hungursneyð, sem bitnar harðast á börnum og eldra fólki, geisar. „Sorg, streita og sultur hefur verið nístandi veruleiki fólksins á Gaza,“ segir Gísli Rafn. Þau þurfi tafarlaust á skjóli, mat og vatni, lyfjum, læknisaðstoð og sálrænum stuðningi að halda. Þar komi Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn sterkir inn. „Aðstæðum þeirra verður ekki umbylt á einni nóttu og aðgerðir okkar og annarra mannúðarsamtaka og stofnana munu standa næstu vikur og mánuði,“ bendir Gísli á. Þær þoli hins vegar enga bið. Lina verði mestu þjáningarnar þegar í stað og aðstoða alla við að ná fótfestu að nýju. „Nú breiðum við út faðminn og sýnum hvað í okkur býr,“ segir Gísli í áskorun sinni til fólks og fyrirtækja að leggja neyðarsöfnun félagsins lið.

Allar upplýsingar um neyðarsöfnunina er að finna á raudikrossinn.is. Þar getur fólk lagt söfnuninni lið eða með því að hringja í:

904-1500 til að styrkja um 1.500 kr.
904-2500 til að styrkja um 2.500 kr.
904-5500 til að styrkja um 5.500 kr.

Aur: @raudikrossinn eða 1235704000 Lagt inn á söfnunarreikning: 0342-26-12, kt. 530269-2649

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f