Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frá undirritun samningsins, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, kennslustjóri á Bifröst, og Hinrik Jósafat Atlason, stofnandi Atlas Primer. Hjá Atlas Primer starfa níu manns, þar af fjórir á Íslandi.
Frá undirritun samningsins, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, kennslustjóri á Bifröst, og Hinrik Jósafat Atlason, stofnandi Atlas Primer. Hjá Atlas Primer starfa níu manns, þar af fjórir á Íslandi.
Mynd / Aðsend
Fréttir 30. júní 2021

Nemendur hafa nú aðgang að „gervigreindum” einkakennara

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Háskólinn á Bifröst hefur samið við íslenska sprotafyrirtækið Atlas Primer ehf. um að bjóða nemendum aðgang að „gervi­greind­um“ einkakennara sem skilur talað mál og getur rætt við nem­endur um námsefnið.

Þó það kunni að hljóma ótrúlega þá getur Atlas Primer flutt fyrirlestra, svarað spurningum frá nemendum og prófað þá í kennsluefninu. Hann skilur líka talað mál og fylgir nemendum hvert sem þeir fara og getur breytt hvaða texta sem er í tal og aukið aðgengi að námsefni fyrir nemendur með lesblindu. Þá geta nemendur rætt við Atlas Primer um námsefnið, bæði á íslensku og ensku.

„Með þessu er stigið stórt skref í nútímavæðingu menntakerfisins sem gefur nemendum meira frelsi og endurspeglar markmið Háskólans á Bifröst að vera í fararbroddi í fjarnámi. Kennarar og nemendur hafa brugðist vel við þessari nýju lausn og telja að hér sé um að ræða spennandi nýjung í námi sem leyfir nemendum að læra hvar sem er, án þess að sitja fyrir framan skjáinn öllum stundum. Prófanir á lausninni eru nú þegar hafnar og verður hún gerð aðgengileg nemendum í völdum áföngum í haust,“ segir Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, kennslustjóri á Bifröst.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...