Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Kristján Oddsson tók við viðurkenningunni fyrir hönd þeirra hjóna á Neðra-Hálsi ásamt Helga Rafni Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Biobús, sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd fyrirtækisins.
Kristján Oddsson tók við viðurkenningunni fyrir hönd þeirra hjóna á Neðra-Hálsi ásamt Helga Rafni Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Biobús, sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd fyrirtækisins.
Fréttir 16. október 2025

Neðri-Háls í Kjós og Biobú hlutu viðurkenningu

Höfundur: Þröstur Helgason

Hjónin Kristján Oddsson og Dóra Ruf á Neðra-Hálsi í Kjós og Biobú ehf. hlutu viðurkenningu atvinnuvegaráðherra fyrir framúrskarandi árangur í lífrænni framleiðslu. Viðurkenningin var afhent í fyrsta skipti á lífræna deginum 20. september sl.

„Á Neðra-Hálsi í Kjós hafa þau Kristján og Dóra byggt upp lífræna mjólkurframleiðslu af miklum metnaði og trú á að hægt sé að framleiða hágæða matvæli á sjálfbæran hátt í sátt við náttúruna. Þau eru jafnframt stofnendur Biobús, fyrirtækis sem margir neytendur þekkja í dag fyrir fjölbreytt úrval lífrænna mjólkurvara. Þótti því við hæfi að heiðra bæði hjónin og fyrirtækið með þessari viðurkenningu,“ segir í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu.

Enn fremur segir: „Kristján og Dóra hafa allt frá upphafi verið í fararbroddi lífræns landbúnaðar á Íslandi. Fyrst sem bændur að stíga ótroðnar slóðir í lífrænni mjólkurframleiðslu og síðar með því að koma lífrænum mjólkurvörum á markað sem hafa fengið góðar viðtökur. Með krafti sínum hafa þau skapað verðmæti og störf, en jafnframt hvatt aðra til að taka þátt í þróun lífrænnar framleiðslu hér á landi.“

Hjónin stofnuðu Biobú ehf. í júlí 2002. Biobú er fyrsta mjólkurvinnslan á Íslandi sem sérhæfir sig í framleiðslu lífrænna mjólkurvara og fer öll framleiðsla fyrirtækisins fram samkvæmt reglum um lífræna landbúnaðarframleiðslu. Biobú hóf sölu á lífrænni jógúrt 3. júní 2003 og hefur síðan bætt við vöruúrvalið hjá sér.

Atvinnuvegaráðuneytið óskaði eftir tilnefningum til verðlaunanna og komu til greina einstaklingar, fyrirtæki og félög sem þykja hafa skarað fram úr á sviði framleiðslu, nýsköpunar, vöruþróunar, markaðssetningar og sölu eða kynningar á lífrænum vörum. Afhending viðurkenningarinnar er hluti af aðgerðaáætlun til eflingar lífrænni framleiðslu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...