Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Navia-tátiljur á dömur
Hannyrðahornið 30. janúar 2018

Navia-tátiljur á dömur

Höfundur: Handverkskúnst
Hér er prjónauppskrift að Navía-tátiljum á dömur, frá Handverkskúnst.
 
Skóstærð: 40, dömustærð
Garn: Navia Trio fæst hjá Handverkskúnst
Aðallitur, hvítur N31: 1 dokka
Munsturlitur, milligrár N33: 1 dokka
Prjónar: Sokkaprjónar nr 4 #Handverkskúnst
Prjónfesta: 22 lykkjur = 10 sm!
 
Aðferð:
Byrjið að aftan á miðjum hæl. Fitjið upp 13 lykkjur með rjómahvítum. Prjónið fram og til baka í sléttu prjóni eftir munsturteikningu á hæl. Prjónið 14 umferðir, takið nú upp 14 lykkjur meðfram kanti hvoru megin = 41 lykkjur á prjóninum. Haldið áfram að prjóna fram og til bara yfir allar 41 lykkjurnar. Munsturteikning sýnir allar lykkjurnar en fyrstu 4 og síðustu 4 lykkjurnar eru alltaf prjónaðar slétt (garðaprjón). Þegar prjónaðar hafa verið 24 umferðir eftir að lykkjur voru teknar upp á hæl, fitjið upp 5 lykkjur (ofan á fæti/rist) og prjónið nú í hring. Haldið áfram að prjóna eftir munsturteikningu. Fellið af eins og teikning sýnir = 18 lykkjur eftir á prjóninum, slítið bandið frá og dragið í gegnum lykkjurnar sem eftir eru.
 
Frágangur: Heklið eina umferð keðjulykkjur með gráu meðfram opi.
 
Hönnun: Navia, þýtt yfir á íslensku með leyfi þeirra.
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...