Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bæirnir sem taka þátt í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður.
Bæirnir sem taka þátt í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður.
Fréttir 12. júlí 2021

Nautgripabændur í Loftslagsvænum landbúnaði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur auglýst eftir nautgripabændum til þátttöku í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður, sem er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.

Verkefnið hófst formlega vorið 2020 þegar fimmtán sauðfjárbændur voru valdir til þátttöku eftir námskeiðahald. Í febrúar á þessu ári bættust fimmtán sauðfjárbú við verkefnið. Verkefnið gengur út á að bændurnir geri aðgerðaráætlun fyrir búin um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu. Nú er auglýst eftir fimmtán nautgripabúum til þátttöku í allt að fimm ár, sem hafa áhuga á að setja sér skriflega aðgerðaráætlun fyrir búreksturinn, hrinda markmiðum í framkvæmd og vera virkir þátttakendur í vegferð landbúnaðarins að loftslagsvænum lausnum.

Ýmsir möguleikar skoðaðir til að draga úr losun og auka bindingu

Í verkefninu eru skoðaðir ýmsir möguleikar til að draga úr losun; bætt nýting tilbúinna áburðarefna og frekari nýting lífrænna áburðarefna, möguleikar á ræktun niturbindandi jurta, minni olíunotkun, verndun jarðvegs við jarðvinnslu, endurheimt votlendis og draga úr innyflagerjun búfjár. Til aukinnar kolefnisbindingar eru skoðaðir möguleikar til uppgræðslu, endurheimt skóglendis (birkiskóga og víðikjarrs), skjólbeltaræktun og ræktun hagaskóga og ræktun timburskóga. Auk þess eru þátttakendur hvattir til að hugsa út fyrir rammann og koma með nýjar hugmyndir að loftslagsvænum aðgerðum.


Umsóknarfrestur um þátttöku er til 8. ágúst næstkomandi.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f