Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Nautgripabændur funda
Mynd / ál
Fréttir 11. september 2025

Nautgripabændur funda

Höfundur: Þröstur Helgason

Stjórn deildar nautgripabænda innan Bændasamtaka Íslands stendur fyrir fundarferð hringinn í kringum landið 15.–23. september.

Hugmyndin með fundarferðinni er fyrst og fremst að taka stöðuna á bændum og heyra í þeim hljóðið. Á fundunum verður farið yfir stöðuna í mjólkurframleiðslunni, störf verðlagsnefndar, niðurstöður kvótamarkaðar o.fl.

Einnig verður farið yfir stöðuna í nautakjötinu, framleiðsluna, innflutning, markaðshlutdeild og tækifærin sem eru til staðar í nautakjötsframleiðslunni.

Kyngreining á sæði verður að sjálfsögðu í dagskránni líka sem og nýir búvörusamningar.

Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda, segir að áður fyrr hafi Landssamband kúabænda alltaf farið í fundaferð á haustin. „Við í stjórn deildarinnar höfum orðið vör við að kúabændur sakni þessara funda og þessa tækifæris til að ræða málefni greinarinnar. Nú er félagsstarfið að fara af stað eftir sumarið og vinna við nýja búvörusamninga að hefjast. Því fannst okkur kjörinn tímapunktur núna að fara í fundaferð og hitta bændur og heyra hvað mest brennur á þeim.“

Fundarferð nautgripabænda

Mánudagur 15. september
12:00 Barnaskólinn á Eiðum
20:00 Félagsheimilið Breiðamýri - Þingeyjarsveit

Þriðjudagur 16. september
11:00 Múlaberg - Hótel KEA - Akureyri
16:00 Félagsheimilið Ljósheimar - Skagafjörður
20:00 Hótel Laugarbakki

Miðvikudagur 17. september
12:00 Félagsheimilið Lyngbrekka - Borgarnes

Fimmtudagur 18. september
20:00 Hótel Klaustur - Kirkjubæjarklaustur

Mánudagur 22. september
12:00 Félagsheimili Hrunamanna - Flúðir
20:00 Félagsheimilið Hvoll - Hvolsvöllur

Þriðjudagur 23. september
11:00 Netfundur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...