Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Nautakjötseldi og manndráp
Fréttir 31. mars 2020

Nautakjötseldi og manndráp

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknir benda til að JBS og Marfrig, sem eru með stærstu kjötvinnslum í heimi, hafi tengsl við eigendur á landi þar sem innfæddir íbúar hafa verið myrtir eða þvingaðir til að yfirgefa til að ryðja skóga og auka nautgriparækt.

Morðin sem um ræðir eru sögð með þeim grimmilegustu í Amasón í mörg ár og áttu sér stað 19. apríl 2017. Níu manns voru drepnir og fundust lík þeirra illa útleikin í skóglendi skammt frá heimili þeirra og sýndu sum greinileg merki um pyntingar.

Talið er að gengi sem kallast Hinir huldu hafi drepið mennina en gengið er þekkt fyrir að reyna að ná yfirráðum á landi með valdi og þvinga innfædda til að yfirgefa heimili sín svo hægt sé að taka landið til nautgriparæktar, skógarhöggs  eða námuvinnslu.

Skjöl sýna að stórar kjötvinnslur, eins og JBS og Marfrig, hafa keypt gripi af landi sem innfæddir hafa verið þvingaðir til að yfirgefa á undanförnum árum og hefur verið nýtt til nautgripaeldis. Einnig eru dæmi um að skógar á náttúruverndarsvæðum séu ruddir til að ala nautgripi. Gripirnir eru síðan seldir til „löglegra“ nautgripabænda og þaðan til afurðastöðva til að hylja ræktunarsögu þeirra.

Bæði JBS og Marfrig hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem fyrirtækin segjast ekki styðja eldi né kaupa gripi sem aldir eru á friðlandi eða svæðum þar sem slíkt er ólöglegt. Fyrirtækin hafa bæði verið sektuð fyrir brot á samningnum á undanförnum árum. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f