Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Halldóra Kristín Hauksdóttir var kosin ný inn í stjórn Bænda­samtaka Íslands á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Hún á ekki langt að sækja áhugann á félagsmálum bænda, en faðir hennar, Haukur Halldórsson, var lengi formaður Stéttarsambands bænda.Mynd / HKr.
Halldóra Kristín Hauksdóttir var kosin ný inn í stjórn Bænda­samtaka Íslands á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Hún á ekki langt að sækja áhugann á félagsmálum bænda, en faðir hennar, Haukur Halldórsson, var lengi formaður Stéttarsambands bænda.Mynd / HKr.
Fréttir 5. mars 2020

Nauðsynlegt að bæta ásýnd bænda út á við

Höfundur: Vilmundur Hansen

Halldóra Kristín Hauksdóttir var kosin ný inn í stjórn Bænda­samtaka Íslands á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Hún segist lengi hafa haft áhuga á málefnum bænda, ekki síst félagsmálunum, og hún segist hlakka til að takast á við þau nýju og krefjandi verkefni sem stjórnarsetunni fylgja.

Halldóra er Suður-Þingeyingur og alin upp í Sveinbjarnargerði í Svalbarðsstrandarhreppi. Hún starfar sem lögmaður á Fjölskyldusviði hjá Akureyrarbæ og situr í stjórn Byggðastofnunar. Auk þess rekur hún eggjabúið Grænegg ásamt mági sínum og er framleiðslan um 200 tonn af eggjum á ári.

Spennandi áskoranir

„Það eru margar ástæður fyrir því að ég gaf kost á mér í stjórn Bændasamtaka Íslands. Starfinu fylgja áskoranir og auk þess var skorað á mig að gefa kost á mér. Ég hef verið viðloðandi félagsstarf Bændasamtakanna frá því að ég var barn þar sem faðir minn,  Haukur Halldórsson, var formaður Stéttarsambands bænda.

Hagsmunir bænda hafa alltaf verið mér hugleiknir og ég lengi haft sterkar skoðanir á þeim. Þá má nefna að ég skrifaði BA-ritgerð mína í lögfræði um áhrif WTO skuldbindinga á íslenska lagasetningu á sviði landbúnaðar og afleiðingar þeirra fyrir íslenskan landbúnað. Auk þess sem ég starfa í landbúnaðargeiranum og í stjórn Félags eggjabænda og ef eitthvað er hefur áhugi minn á málefnum bænda verið að ágerast,“ segir Halldóra.

Kominn tíma á nýja hugsun

Halldóra segir að vissulega telji hún sig að einhverju marki vera fulltrúa eggja- og kjúklingabænda í stjórninni. „Hins vegar er það lykilatriði í mínum huga að ég sé að starfa fyrir alla bændur á Íslandi og landbúnaðinn í heild og ég mun ekki gera greinarmun á búgreinum í starfi mínu.

Það er kominn tími á nýja hugsun innan Bændasamtakanna og að breyta vörn í sókn og ég vona að kraftar mínir nýtist til þess að byggja samtökin upp að nýju og taka til í félagsstarfinu.

Ég viðurkenni að félagsstarf bænda er mér hugleikið og það sem dró mig að samtökunum. Samvinna er lykilhugtal í mínum huga.“

Bændur eiga að vera stoltir

„Mér finnst einnig kominn tími til að bæta ásýnd bændastéttarinnar út á við. Umræðan í þjóðfélaginu um bændur og landbúnað er oft á villigötum og kominn tími til að við leiðréttum hana og gerum hana nútímalegri. Bændur eiga að vera stoltir af því sem þeir hafa fram að bjóða og vera óhræddir við að sýna það.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...