Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vigdís Häsler og Garðar H. Guðjónsson.
Vigdís Häsler og Garðar H. Guðjónsson.
Lesendarýni 9. maí 2023

Nauðsyn viðvörunarbúnaðar vegna elds

Höfundur: Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Garðar H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Eldvarnabandalagsins.

Skipt getur sköpum um afleiðingar af eldsvoða ef viðeigandi viðvörunarbúnaður er fyrir hendi.

Þetta á ekki síst við í dreifbýli þar sem viðbragðstími slökkviliðs er lengri en ella. Fyrstu viðbrögð ábúenda á upphafsstigi elds geta ráðið miklu um hversu miklu tjóni hann nær að valda.

Sérstaklega er mikilvægt að hafa viðvörunarbúnað í gripahúsum. Reyksogskerfi henta vel sem viðvörunarbúnaður í gripahúsum. Þau eru þannig gerð að einföld röralögn er lögð um húsið. Göt eru boruð á rörin samkvæmt forskrift og þau tengd við dælu sem sogar loftsýni stöðugt inn í rörin og sendir þau í gegnum rakagildru og ryksíu að reykskynjara í stjórnstöð kerfisins. Verði vart við reyk í loftsýninu gerir stjórnstöðin viðvart með því að setja sírenu í gang eða með því að senda boð í farsíma með aðstoð smáforrits.

Hita- og reykskynjarar

Hita- og reykskynjarar geta hentað sem viðvörunarkerfi í útihúsum og getur verið gott að hafa báðar gerðir skynjara. Hitaskynjarar eru ekki eins viðkvæmir fyrir ryki og reykskynjarar. Tengja má marga hita- og reykskynjara saman þannig að fari einn í gang gera allir hinir það sömuleiðis. Þannig má tengja reykskynjara í útihúsum við reykskynjara í íbúðarhúsnæði svo fólk fái boð um eld hvort sem fólk er statt í útihúsum eða á heimilinu, hvort sem er í vöku eða svefni.

WiFi skynjara má tengja við farsíma í gegnum smáforrit og er hægt að tengja marga slíka saman. Komi upp eldur sendir viðkomandi skynjari boð í farsíma, einn eða fleiri. Unnt er að merkja hvern og einn skynjara í forritinu þannig að þegar skynjari sendir boð er strax unnt að staðsetja eldinn. Smáforritið veitir einnig upplýsingar um hleðslu á rafhlöðum í skynjurunum. Skynjarar af þessari gerð henta einkar vel þegar býlið er mannlaust.

Rýmingaráætlun

Prófa þarf reykskynjara ekki sjaldnar en árlega. Á markaði eru úðabrúsar sem nota má til að prófa reykskynjara sem erfitt er að ná til vegna lofthæðar.

Hringið alltaf í 112 og óskið eftir aðstoð ef elds verður vart. Hafið viðeigandi slökkvibúnað tiltækan og notið hann ef færi gefst en leggið ykkur sjálf eða aðra aldrei í hættu við slökkvistörf.

Nauðsynlegt er að hafa rýmingaráætlun fyrir gripahús, tryggja að rýmingarleiðir séu greiðar og koma búfé út eins fljótt og kostur er.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...