Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Náttúrufræðistofnun stígur fyrsta Græna skrefið
Fréttir 18. febrúar 2015

Náttúrufræðistofnun stígur fyrsta Græna skrefið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur staðist úttekt á fyrsta Græna skrefinu í ríkisrekstri og hlaut í dag viðurkenningu þess efnis. Græn skref í ríkisrekstri snúast um að efla vistvænan rekstur ríkisins á markvissan hátt.

Vorið 2014 voru Græn skref Reykjavíkurborgar aðlöguð ríkisrekstri og tóku 12 stofnanir umhverfis- og auðlindaráðuneytisins þátt í að þróa verkefnið, þar á meðal Náttúrufræðistofnun Íslands. Markmið verkefnisins eru meðal annars að starfsemi ríkisins verði umhverfisvænni, dregið verði úr rekstrarkostnaði og að vellíðan og starfsumhverfi starfsmanna aukist. Náttúrufræðistofnun Íslands er meðal fyrstu stofnana ríkisins í að hefja aðlögun starfseminnar að þessum markmiðum og stefnir að ljúka innleiðingu á árinu. Þeir þættir sem horft er til við innleiðingu Grænna skrefa eru sex talsins:


• innkaup
• miðlun og stjórnun
• fundir og viðburði
• flokkun og minni sóun
• rafmagn og húshitun
• samgöngur

Skrefin eru innleidd í fjórum áföngum, en fimmta og síðasta skrefið sýnir helstu aðgerðir sem þarf að innleiða til að byggja upp umhverfisstjórnunarkerfi.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...