Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Heiður Huld Hreiðarsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar hjá Sjóvá, við undirritun samningsins.
Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Heiður Huld Hreiðarsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar hjá Sjóvá, við undirritun samningsins.
Fréttir 15. maí 2023

Nánar um nýja tryggingu bænda

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Allir félagsmenn Bændasamtaka Íslands á aldrinum 18–74 ára eru nú tryggðir með tímabundna afleysingu í allt að sex mánuði, verði þeir ófærir til starfa af völdum slyss eða sjúkdóms, samkvæmt nýjum samningi milli BÍ og Sjóvár.

Samningurinn tók gildi 1. apríl sl. Félagsmenn munu því framvegis leita til Sjóvár varðandi bætur en ekki til Velferðarsjóðs BÍ eins og áður. Sjóðurinn stendur straum af greiðslu iðgjalda fyrir hóptrygginguna sem og greiðslu á eigin áhættu.

Hér að neðan er að finna helstu upplýsingar um trygginguna. Starfsfólk BÍ getur veitt nánari upplýsingar en að öðru leyti skal leita til Sjóvár varðandi bætur og meðhöndlun tjóna.

Spurt og svarað um staðgengilstryggingu
  • Hvað er staðgengilstrygging? Staðgengilstrygging greiðir kostnað við staðgengil eða aðkeypta þjónustu sem fellur til ef félagsmaður verður óvinnufær í a.m.k. þrjá mánuði af völdum veikinda eða slysa.
  • Hverjir eru tryggðir í staðgengilstryggingu? Staðgengilstrygging nær yfir alla félagsmenn Bændasamtaka Íslands á aldrinum 18 til og með 74 ára.
  • Hvað eru bætur staðgengilstryggingar háar og hvað eru þær greiddar lengi? Bætur geta orðið allt að 350.000 kr. á mánuði og eru greiddar í sex mánuði að hámarki, þó ekki fyrir fyrsta mánuð óvinnufærni.
  • Hvað þarf óvinnufærni að vera mikil til að eiga rétt á bótum úr staðgengilstryggingu? Óvinnufærni þarf að vera 50% að lágmarki til að eiga rétt á bótum úr staðgengilstryggingu.
  • Hvenær falla nýir félagsmenn Bændasamtakanna undir staðgengilstryggingu? Nýir félagsmenn eru tryggðir í staðgengilstryggingu eftir þrjá mánuði frá félagsaðild.
  • Hvernig sæki ég um bætur? Félagsmenn tilkynna tjón til Sjóvár og þurfa að leggja fram gögn (kvittanir/reikninga) fyrir útlögðum kostnaði vegna afleysingarmanneskju eða aðkeyptrar þjónustu sem sérstaklega var stofnað til vegna óvinnufærni og eru viðbót við hefðbundinn kostnað við búreksturinn. Rafræn skilríki eru notuð til auðkenningar. Tjón eru tilkynnt á vef Sjóvár.

Skylt efni: tryggingamál bænda

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...