Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Námskeið í ullarþæfingu
Fréttir 29. október 2015

Námskeið í ullarþæfingu

Hjónin Karoliina Arvilommi og Roderick Welch voru stödd hér á landi í byrjun september og kenndu þá blautþæfingu á ull. Var haldið námskeið hjá Heimilisiðnaðarskólanum sem rekin er af Heimilisiðnaðarfélagi Íslands við Nethyl í Reykjavík. 
 
Nemendur voru afskaplega ánægðir með námskeiðið og hefur því verið ákveðið að bjóða upp á annað helgarnámskeið 30. október til 1. nóvember. Áhugasamir geta leitað frekari upplýsinga á heimasíðunni www.heimilisidnadur.is eða í síma 551 5500. Í tilefni af veru Karoliinu og Rodericks hér á landi er sýning á verkum Karoliinu í Hannesarholti við Grundarstíg í Reykjavík. Sýningin stendur til sunnudagsins 25. október. 
 
Karoliina er finnsk textíllistakona sem vinnur þæfð myndverk sem vakið hafa athygli víða um lönd og eiginmaður hennar, Roderick, er samverkamaður hennar í ullinni.
 
Í Finnlandi er „Finnwool“ skrásett vörumerki. Sú ull er sumarrúning af finnskum kindum af mismunandi stofnum, til að mynda Texel og Oxfor/Sout Down, auk þess að vera blönduð með ull frá Englandi. Þessi ull hentar ekki til þæfingar og hafa Karoliina og Roderick því valið að safna sjálf reifum af fjárstofninum Kainuunjarmas sem telst vera sjaldgæf tegund í Finnlandi en aðeins eru um 1.800 ær í stofninum. Þau fá ullina hjá bændum með lífrænt vottaða framleiðslu, þvo sjálf ullina og lita með umhverfisvænum litum (OEKO-TEX Standard 100). Ullina kemba þau í yfir hundrað ára gamalli kembivél frá þýska framleiðandanum C.E. Schwalbe. Þau leggja mikla áherslu á rekjanleika og umhverfisvæn efni og nota til að mynda vatnsleysanlega repjuolíu til afrafmögnunar. Ullina notar Karoliina í eigin verk auk þess sem hjónin kenna blautþæfingu á námskeiðum um allan heim. Á þessum námskeiðum nota þau eigin ull og kenna aðferðir sem Karoliina hefur þróað.

3 myndir:

Skylt efni: Ullarþæfing

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f