Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Námskeiðunum er ætlað að auka fagmennsku í rúningi og meðhöndlun ullarinnar.
Námskeiðunum er ætlað að auka fagmennsku í rúningi og meðhöndlun ullarinnar.
Mynd / ghp
Fréttir 2. nóvember 2023

Námskeið í rúningi og ullarflokkun

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

ÍSTEX stendur fyrir tveimur námskeiðum í rúningi og kynningu á ullarflokkun nú í byrjun nóvember. Tilgangurinn er að auka almenna fagmennsku í rúningi og meðhöndlun ullarinnar.

Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri ÍSTEX, segir að rétt vinnubrögð skipti miklu máli varðandi rúning og frágang á ull. „Til dæmis er mjög mikilvægt að fá ekki tvíklippur eða óhreinindi í ullina. Þá er mikilvægt að þetta sé sem auðveldast fyrir bæði kindina og rúningsmanninn. En oft fer þetta mjög vel saman.“

Það er skoski rúningskennarinn Robbie Hislop sem kemur aftur til landsins og mun stýra námskeiðunum sem verða haldin annars vegar 1.–3. nóvember í Mýrdal, Kolbeinsstaðahreppi, og hins vegar 5.–7. nóvember á Hákonarstöðum, Jökuldal. Hislop hélt vel sótt námskeið í vor, en hann er kunnur rúningskennari og sauðfjárbóndi í Skotlandi.

Sigurður segir að samhliða rúningsnámskeiðinu verði boðið upp á kynningu á ullarflokkun á vegum starfsmanna ÍSTEX. Hann segir að hafa þurfi allnokkra hluti í huga til að hámarka gæði ullarinnar og frágangsins. „Ull tekur fljótt í sig óhreinindi eftir að sauðfé er tekið á hús. Þess vegna skiptir máli að komast í rúning sem allra fyrst.

Vöntun á reyndum rúningsmönnum hjálpar því ekki til við að auka gæði á ull. Góð ull er lykilatriði fyrir ÍSTEX.
Að sögn Sigurðar hefur Unnsteinn Snorri Snorrason, á Syðstu-Fossum í Borgarfirði, verið aðalhvatamaður að því að fá Hislop til landsins. „Það eru ansi margir íslenskir bændur og áhugafólk um íslenska ull sem fylgjast með honum á samfélagsmiðlum. Þetta var klárlega til gagns og gamans fyrir þá sem tóku þátt í vor.“

Eykur þekkingu og tengsl

„Þetta er skemmtilegt verkefni sem margir bændur hafa áhuga á. Einnig er skortur á reyndum rúningsmönnum víða um land og ákveðin kynslóðaskipti virðast vera að eiga sér stað. Við vildum því halda áfram að styðja svona og gera meira úr þessu, til dæmis með ullarflokkunina.
Von okkar er að þessi rúnings­námskeið auki ekki aðeins þekkingu og skilning í greininni, en einnig tengsl á milli fólks. Þannig geta góðir siðir og reynsla dreifst sem víðast á sem skemmstum tíma. Jafnframt hvetjum við sauðfjárbændur með góðar hugmyndir í heimahéraði um að auka veg og gæði ullar að hika ekki við að hafa samband. Svoleiðis gerast oft góðir hlutir,“ segir Sigurður enn fremur.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...