Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Spjaldið með öllum kindunum og nöfnunum á vegg inni í eldhúsi á Möðruvöllum.
Spjaldið með öllum kindunum og nöfnunum á vegg inni í eldhúsi á Möðruvöllum.
Mynd / MHH
Fréttir 5. janúar 2015

Nafnspjaldamyndir af öllum kindum búsins

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Ég er mikil áhugamanneskja um kindur enda ólst ég upp í sveit og hef alltaf haft gaman af kindum,“ segir Birgitta Lúðvíksdóttir, bóndi á Möðruvöllum 3 í Hörgárdal.

„Ég hef líka mjög gaman af að taka myndir. Ég er búin að taka svona nafnspjaldamyndir af kindum síðan 2007, allt til gamans gert. Ég tek t.d. myndir af öllum lömbunum áður en þau fara á fjall. Það fóru 254 lömb á fjall síðasta sumar og ég átti myndir af þeim öllum. Ég hef líka tekið myndir af lömbum á vorin og aftur á haustin til að gera samanburð.“

Birgitta býr á Möðruvöllum 3 ásamt Þórði Gunnari Sigurjónssyni, manni sínum, og börnum þeirra. Bróðir Þórðar, Sigmundur Sigurjónsson, er meðeigandi, hann býr á Akureyri. Á búinu eru 243 kindur, sem Birgitta myndar í bak og fyrir og setur á spjöld. Skemmtilegt framtak, sem vekur alltaf mikla athygli gesta sem koma í heimsókn til fjölskyldunnar á Möðruvöllum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...