Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Næstmesta kalið á þessari öld
Fréttir 12. júlí 2016

Næstmesta kalið á þessari öld

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það er enn ekki búið að taka saman hvert heildarumfang kals er, það verður ekki að fullu ljóst fyrr en í haust að lokinni hey­öflun. Þá ætti að liggja fyrir hvert uppskeru tap verður vegna kals,“ segir Sigurgeir B. Hreinsson, formaður stjórnar Bjargráðasjóðs og framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar.

Sigurgeir segir að kal nú í vor sé þó með meira móti, það næstmesta á þessari öld, næst á eftir kalárinu mikla árið 2013. Bændur sem telja sig eiga rétt á bótum úr Bjargráðasjóði munu senda inn umsóknir næsta haust, í tengslum við skil á forðagæsluskýrslum, en þeim ber að skila inn í síðasta lagi 20. nóvember. 

Forðagæsluskýrslur munu liggja til grundvallar á mati á tjóni, en við tökum mið af uppskeru liðinna ára og metum hvert uppskerutapið er miðað við það,“ segir Sigurgeir.

Hann segir menn víða komna vel áleiðis í heyskap en í öllum landshlutum nema á Vesturlandi setja þurrkar mikið strik í reikninginn. „Það hefur rignt afskaplega lítið og jafnvel ekki neitt sums staðar, þannig að það er alls ekki til bóta.  Uppskera er af öllum toga, bændur segja mér sumir að hún sé alveg hörmung og upp í það að vera þokkaleg,“ segir Sigurgeir.

Skylt efni: Kal

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...