Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Nærri þriðji hver mjólkurlítri frá mjaltarþjónabúum
Fréttir 20. júlí 2015

Nærri þriðji hver mjólkurlítri frá mjaltarþjónabúum

Höfundur: Snorri Sigurðsson
Síðustu árin hefur mjaltaþjónum fjölgað mikið á Norðurlöndunum og um síðustu áramót voru slík mjaltatæki á 16,3% af öllum norrænum kúabúum. 
 
Áætlað er að heildarframleiðsla þessara búa standi undir 28,7% mjólkurframleiðslunnar. Einnig að 27,8% af öllum mjólkurkúm Norðurlanda hafi verið mjólkaðar með mjaltaþjónum um síðustu áramót. Þetta kemur fram í yfirliti frá tæknihópi NMSM og byggir m.a. á upplýsingum innflytjenda mjaltaþjóna allra Norðurlandanna.
 
NMSM
 
Afurðastöðvarnar í mjólkur­­iðnaði á Norðurlöndunum starf­rækja samstarfsvettvang fagfólks á sviði mjólkur­gæða, mjaltatækni og dýraheilbrigðis sem kallast NMSM (Nordiske Mejeriorganisationers Sam­arbejds­udvalg for Mælke­kvalitets­arbejde). Á MS á Íslandi aðild að þessu samstarfi. Markmiðið með samstarfinu er að efla faglega þekkingu og miðla reynslu, þvert á landamæri, innan framangreindra þriggja faggreina sem eiga nokkra sérstöðu á Norðurlöndum. Enda eiga þau það sameiginlegt að leggja áherslu á dýravelferð, tækninýjungar í mjólkurframleiðslu og á framleiðslu á hágæðamjólk. 
 
Tæknihópur NMSM sér m.a. um að safna árlega upplýsingum um útbreiðslu mjaltaþjóna á Norðurlöndunum. Hefur það verið gert á hverju ári frá því að fyrstu mjaltaþjónarnir litu dagsins ljós í Danmörku árið 1996. Er þetta gagnasafn einstakt í heiminum, en hvergi annars staðar getur vísindafólk komist í viðlíka upplýsingar.
 
1.376 mjaltaþjónabú í Noregi
 
Eins og sést við lestur töflu 1 þá hafa norskir kúabændur tekið þessari mjaltatækni opnum örmum. Á hverju ári eykst verulega útbreiðsla mjaltaþjónanna þar í landi. Á sama tíma fækkar búum með mjaltaþjóna í Danmörku en skýringin á því er talin felast í því að dönsk mjólkurframleiðsla býr við mikla samkeppni á heimsmarkaði þar sem um tveir af hverjum þremur lítrum fara til útflutnings. 
 
Framleiðslukostnaður með mjaltaþjóna er hæstur pr. lítra. Gefur því auga leið að ef mikið er framleitt af mjólk með þeirri tækni, þá versnar samkeppnisstaðan. Þá eru dönsk kúabú þau langstærstu á Norðurlöndunum og raunar í allri Evrópu, með rúmlega 160 kýr að jafnaði. Á hverju meðalbúi starfa 1–2 starfsmenn auk ábúandans og því er skiljanlegt að hefðbundnar mjaltir henti betur. 
 
Alls voru um áramótin 4.293 kúabú á Norðurlöndunum með mjaltaþjóna og á þeim alls 6.894 mjaltaþjónar.
 
Norðurlöndin framleiða 12 milljarða kg
 
Eins og sést við lestur á töflu 2 þá er mjólkurframleiðsla Norðurlandanna nú komin yfir 12 milljarða kg á ári en slíkt magn hefur ekki verið framleitt á Norðurlöndunum í á annan áratug. Sem fyrr ber dönsk mjólkurframleiðsla af með rúmlega 5 milljarða kílóa en þar á eftir kemur sænsk mjólkurframleiðsla með tæplega 3 milljarða kílóa. Tæknihópur NMSM hefur áætlað að af þessum rúmlega 12 milljörðum kílóa mjólkur þá komi um 3,5 milljarðar kílóa frá mjalta-þjónabúum eða nærri 29% allrar mjólkur. Eru þessir útreikningar m.a. byggðir á upplýsingum um bústærðir og meðalnyt.
 
Nærri 30% af kúnum mjólkaðar með mjaltaþjónum
 
Þó svo að mjaltaþjónar séu á rúmlega 16% búanna þá er ljóst að hlutdeild þessara búa í heildar mjólkurframleiðslunni er mun meiri og felst skýringin á því í bústærðinni eins og sjá má við lestur á töflu 3. Þar kemur m.a. fram að meðal kúabúið á Norðurlöndunum er með 53 árskýr en séu mjaltaþjónabúin dregin út fyrir sviga er myndin töluvert önnur. 
 
Meðalbúið sem er með hefðbundna mjaltatækni er með 46 kýr en meðalbúið sem er með mjaltaþjón er með 91 kú. Mjaltaþjónabúin eru með öðrum orðum tvöfalt stærri að jafnaði en þau kúabú sem nota hefðbundna mjaltatækni. 
 
Sé svo horft til heildarfjölda norrænna kúa, sem voru 1.398 þúsund um síðustu áramót, þá eru nærri 28% þeirra á mjaltaþjónabúum.  Hlutfallslega flestar eru í Noregi þar sem 33,8% allra kúa eru á mjaltaþjónabúum.
 
Snorri Sigurðsson
sns@seges.dk
Ráðgjafi hjá SEGES P/S
Danmörku

5 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f