Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Gasleiðslur í Þýskalandi.
Gasleiðslur í Þýskalandi.
Mynd / Quinten de Graaf - Unsplash
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Eurostat í janúar síðastliðnum sögðust 6,9% íbúa Evrópusambandsins ekki hafa efni á að kynda íbúðir sínar. Það eru um 31 milljón af 447 milljónum íbúa ESB. Þann 5. nóvember síðastliðinn birti Eurostat síðan opinberlega á vef sínum niðurstöður um könnun sem gerð var  um þessi mál 2020. Þær sýna enn verri stöðu en þar var greint frá í janúar, en þar sagði m.a.:

„Könnun sem gerð var í öllum ríkjum  ESB leiddi í ljós að á árinu 2020 sögðust 8% íbúa ESB ekki geta haldið nægum hita á heimilum sínum.“  Það þýðir nær 36 milljónir manna en ekki 31 milljón eins og áður hafði verið greint frá.

Milljónir manna í ömurlegri stöðu

„Ástandið var mismunandi milli aðildarríkja ESB. Verst var staðan í Búlgaríu þar sem 27% íbúa sögðust ekki geta haldið nægum hita á heimilum sínum. Þar á eftir kom Litháen með 23% íbúa, Kýpur með 21% og Portúgal og Grikkland voru bæði með 17% íbúa í þeirri stöðu.“

Þetta þýðir að nær 1,9 milljónir manna af um 6,9 milljónum íbúa Búlgaríu höfðu ekki tök á að kynda íbúðir sínar svo nægjanlegt þætti. Sömu sögu var að segja af 640 þúsund Litháum, um 252 þúsund Kýpurbúum, um 800 þúsund Portúgölum og 1,8 milljónum Grikkja.

Enn búa Íslendingar við einstaka stöðu sem ekki er sjálfgefin

Þessar tölur Eurostat og ESB sýna vel í hversu ótrúlega góðri stöðu íslenska þjóðin er með sínum yfirráðum yfir orkulindum á borð við jarðhita og raforku. Miðað við þróunina í Evrópu er það þó síður en svo sjálfgefin staða ef horft er til mikillar ásælni í slík réttindi í gegnum milliríkjasamninga. Þar verður æ torveldara fyrir aðildarríki samninga eins og EES að halda í sameignarrétt íbúa á ákveðnum landsvæðum á slíkum orkulindum. Þar er hvers konar mismunun milli ríkja litin hornauga og taldar  viðskiptalegar hindranir. Þetta hefur meðal annars komið fram í aðskilnaði orkuframleiðslu og dreifingar á Íslandi og óttast margir að sala á innviðum í fjarskiptum til erlendra fjárfesta geti verið fordæmisgefandi um framhaldið.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...