Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnir úthlutun úr landsáætlun um uppbyggingu innviða.
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnir úthlutun úr landsáætlun um uppbyggingu innviða.
Mynd / UOL
Fréttir 25. apríl 2022

Nær 3 milljörðum króna veitt til innviða og náttúruverndar á ferðamannastöðum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Gert er ráð fyrir að verja um 2,8 milljörðum króna við uppbyggingu innviða og náttúruverndar á ferðamannastöðum hér á landi á næstu þremur árum. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra tilkynnti um úthlutun á fundi á Akureyri nýverið.

Í ár verður úthlutað rúmlega 914 milljónum króna úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða sem gerir kleift að halda áfram því mikilvæga verkefni að byggja upp efnislega innviði á ferðamannastöðum, s.s. göngustíga, útsýnispalla, bílastæði og salerni. Aukin áhersla er á langtímaáætlanir í uppbyggingu staða en einnig á aukna miðlun og merkingar, ekki síst á stöðum þar sem samspil er á milli náttúru og menningarsögulegra minja. Þetta kemur fram í frétt á vef ráðuneytisins.

65 nýir staðir

Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum er stefnumarkandi áætlun sem Alþingi samþykkti 2018. Verkefnaáætlanir eru gerðar til þriggja ára og eru uppfærðar á hverju ári. Ný verkefnaáætlun sem ráðherra kynnti í dag nær til áranna 2022-2024.
Alls er nú 151 verkefni á áætlun næstu þriggja ára á rúmlega 90 ferðamannastöðum, þar af 65 ný verkefni sem bætast við að þessu sinni. Þar má nefna uppbyggingu á Geysissvæðinu, byggingu útsýnispalls og göngustíga í Ásbyrgi, yfirbyggingu minja þjóðveldisbæjarins á Stöng í Þjórsárdal, skála með góðri heilsárs salernisaðstöðu í Vaglaskógi, vandaða göngustíga við Búrfellsgjá, áframhaldandi umbætur á aðgengi ofan við Gullfoss með steyptum stígum og frekari skref til bættrar aðstöðu við Jökulsárlón.

Mikill árangur náðst í að bæta innviði

„Landsáætlun um uppbyggingu innviða er verkfæri sem hefur sannað sig til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum um allt land,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. „Það er mikilvægt að hlúa vel að náttúru og minjastöðum okkar, sem svo margir njóta að heimsækja. Áætlunin gefur fyrirsjáanleika og fjármagn til lengri tíma, en einnig svigrúm til að bregðast hratt og örugglega við óvæntu álagi vegna ferðamanna, eins og við höfum gert. Nú þegar við gefum verkefnaáætlunina út í fimmta sinn höldum við áfram vandaðri innviðauppbyggingu, sem ég veit að mun vernda viðkvæma náttúru og styðja við góða upplifun fólks á ferð sinni um landið.“

Mikill árangur hefur náðst

Mikill árangur hefur náðst í að bæta innviði um land allt og auka getu svæða til að taka á móti ferðamönnum, en á síðasta ári voru veittar 764 milljónir til slíkra verkefna, m.a. var aðstaða fyrir ferðamenn, ekki síst börn, stórbætt við Malarrif á Snæfellsnesi, en einnig búið svo um hnútana að hægt væri að ráðast strax í nauðsynlegar endurbætur á innviðum í Horn­strandafriðlandinu sem nýtur stóraukinna vinsælda hjá innlendum og erlendum ferðamönnum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f