Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nægjusemi í nóvember
Fréttir 13. nóvember 2024

Nægjusemi í nóvember

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Landvernd og Grænfánaverkefnið standa fyrir átakinu Nægjusamur nóvember.

„Nægjusamur nóvember er hvatningarátak. Mótsvar við neysluhyggju og hugmyndinni um að okkur vanti stöðugt eitthvað“, segir í kynningu Landverndar. Nægjusemi sé jákvæð, auðveld, valdeflandi og nauðsynleg. Tilgangur verkefnisins er að upphefja nægjusemi sem jákvætt skref fyrir einstaklinga og samfélag til að stuðla að góðu og heilbrigðu lífi og minnka um leið vistspor okkar.

Nægjusemi er þannig mótsvar við gífurlegri neyslu í nóvember sem er neysluríkasti mánuður ársins. Þá nálgast jólin og verslanir keppast við að bjóða tilboð á svörtum föstudegi, netmánudegi og degi einhleypra.

„Við erum stöðugt mötuð á því að okkur vanti hitt og þetta og að lífið yrði betra ef við eignumst þetta allt saman. Krafan um endalausan hagvöxt og að framleiða alltaf meira og nýtt er innbyggt í kerfin okkar. Allt er gert til þess að fólk kaupi meira. Það er aldrei nóg, orðið er ekki til í núverandi hagkerfi. Í staðinn kallar kerfið fram í okkur tilfinninguna um að okkur skorti alltaf eitthvað,“ segir Guðrún Schmidt hjá Landvernd. Mótefnið við ofneyslu og skortstilfinningu sé nægjusemi.

Landvernd og Grænfánaverkefnið, í samstarfi við Norræna húsið og Saman gegn sóun, standa í mánuðinum fyrir viðburðum, greinum, viðtölum, erindum og fræðsluverkefnum fyrir skóla þar sem vakin er athygli á kostum nægjuseminnar sem mótsvari við neysluhyggju.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f