Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Gunnhildur Gylfadóttir, formaður BSE, afhenti Maríu Björk Ingvadóttur verðlaunagripinn, en hún er annar af framkvæmdastjórum N4. Verðlaunagripurinn er eldsmíðaður pitsuhnífur sem Beate Stormo, bóndi í Kristsnesi og handverksmeistari, gerði.
Gunnhildur Gylfadóttir, formaður BSE, afhenti Maríu Björk Ingvadóttur verðlaunagripinn, en hún er annar af framkvæmdastjórum N4. Verðlaunagripurinn er eldsmíðaður pitsuhnífur sem Beate Stormo, bóndi í Kristsnesi og handverksmeistari, gerði.
Fréttir 25. maí 2016

N4 hlaut hvatningarverðlaun bænda í Eyjafirði

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Búnaðarsamband Eyjafjarðar (BSE) veitir árlega viðurkenningu fyrir sérstakt framtak tengt landbúnaði og/eða úrvinnslu landbúnaðarafurða. Viðurkenningin getur verið fyrir vel unnin störf, athyglisverða nýjung eða einstakan árangur. Á aðalfundi félagsins fyrir skömmu voru þessi verðlaun veitt sjónvarpsstöðinni N4 á Akureyri.
 
„Landbúnaður er samofinn landsbyggðinni, þeirri þróun sem þar verður ásamt því hvernig til tekst í framþróun og menningu þess lífs sem er. Það er eðlilegt að velta fyrir sér hvað hefur verið gert til að byggðinni sé gert hátt undir höfði þannig að tekið sé eftir. Sem síðan leiðir til þess að samkennd styrkist um mikilvægi hinnar dreifðu búsetu,“ segir í greinargerð búnaðarsambandsins. 
 
Dregin upp jákvæð mynd af lífinu
 
„Að dregin sé upp jákvæð mynd af lífinu, að fólk trúi að þar sé gott að lifa. Sjónvarpsstöðin N4 er í dag mikilvægasti ljósvakamiðill landsbyggðarinnar, sem segir frá fólki í öllum landsfjórðungum og hvað það er að gera. 
 
Landbúnaður hefur oft notið góðs af umfjöllun stöðvarinnar þegar farið er í heimsókn í sveitina, eða jafnvel þegar yfirskriftin er óvissuferð, og einnig með umfjöllun um það hráefni sem framleitt er þar, sem er okkur ákaflega mikilvægt,“ segir enn fremur í  greinargerðinni. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f