Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Myndi fylla 34 kílómetra djúpan tank sem næði yfir allt Ísland
Fréttir 21. janúar 2015

Myndi fylla 34 kílómetra djúpan tank sem næði yfir allt Ísland

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Í jólablaði Bændablaðsins 18. desember 2014 var greint frá bágri stöðu grunnvatnsbirgða víða um heim. Sem betur fer er það eitthvað sem ekki er farið að valda vandræðum á Íslandi, en allur er varinn samt góður. 

Það virtist því ætla að verða nokkur sárabót í þessari umræðu er greint var frá því sama dag og jólablaðið kom út að jarðfræðingar hafi uppgötvað gríðarlegar neðanjarðarlindir undir Kanada. Er vatnið í þeim talið nema um 2,5 milljónum rúmmílna, að því er fram kemur í Mail Online, eða sem svarar 10.420.456 rúmkílómetrum. Þar er álíka mikið vatn og kæmist í 33,7 kílómetra djúpan tank sem næði yfir allt flatarmál Íslands.

Um 2,7 milljarða ára gamalt vatn

Samkvæmt kanadískum vísindamönnum nemur þessi vatnsfundur meiru en því sem er að finna í öllum ám, fljótum, stöðuvötnum og fenjum jarðar.  Gallinn við þetta vatn er að það er 2,7 milljarða ára gamalt, mjög saltríkt og bragðið af því er hræðilegt að sögn vísindamanna.

Í einni zink- og koparnámu í Kanada sem rannsökuð var hefur þetta forna vatn verið að seytla upp um glufur í marga áratugi. Úr rannsóknum á gasísatópum sem safnast hafa í vatnið í tímans rás hafa vísindamenn getað áætlað aldur vatnsins. Telja þeir það vera allt að 2,7 milljarða ára gamalt.

Mögulega svipuð staða á Mars

Hefur þessi uppgötvun leitt hugann að rannsóknum á Mars þar sem milljarða ára gamalt berg er talið hafa getað safnað í sig vatni líkt og á jörðinni.

Kanadískir og breskir vísinda­menn uppgötvuðu þetta eftir að hafa verið að skoða berg í 19 námum í Kanada, Suður-Afríku og í Skandinavíu. Þá komust þeir að því að gríðarlega mikið af forsögulegu vatni er bundið í berglögum í jarðskorpunni.

Það var jarðfræðingurinn Barbara Sherwood Lollar, prófessor við Toronto-háskóla í Kanada, sem leiddi þessa rannsókn í samstarfi við félaga sína í Oxford-háskóla í Bretlandi. Voru tekin vatnssýni sem lokað var inni í svokölluðum Precambrian-berglögum, sem er elsta berg jarðskorpunnar. Voru sýni tekin í 19 námum í Kanada, Suður-Afríku og í Skandinavíu. Þessi berglög eru um 70% af jarðskorpunni.

Skylt efni: Umhverfismál | vatn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...