Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Myndbönd um hross Landsmóta hestamanna
Mynd / HKr.
Fréttir 16. desember 2016

Myndbönd um hross Landsmóta hestamanna

Höfundur: smh

Bændasamtök Íslands og Landsmót ehf. eru framleiðendur myndbanda um hross Landsmóta hestamanna árin 2014 og 2016 sem nú eru aðgengileg fyrir áskrifendur WorldFengs, sem er skýrsluhaldsforritið í hrossarækt.

Kynningarmyndband um þessa framleiðslu má sjá hér.

Öll kynbótahross mótanna eru sýnd í myndböndunum og má því segja að þar séu öll bestu ræktunarhross landsins saman komin. WorldFengur og Landsmót ehf. hafa nú ákveðið að bjóða fólki að kaupa gjafabréf með þessum myndböndum fyrir jólin. Þannig verði hægt að gefa áskrifendum WorldFengs (bundið við þá) ársáskrift að LM myndböndum. Gjafabréf yrði þá útbúið á nafn og notandanafn sem mætti skella í jólapakkann og myndi þá aðgangurinn að myndböndunum opnast að kvöldi aðgangadags jóla sjálfkrafa í WorldFeng.

Gjafabréf skal keypt hjá Bændasamtökum Íslands eigi síðar en að loknum vinnudegi 22. desember. Frekari upplýsingar er að fá í síma 563-0300 eða í gegnum netfangið tolvudeild@bondi.is.

Verð er 4.900 krónur með virðisaukaskatti. Athugið að gefa þarf upp nafn og kennitölu þess sem á að fá gjafabréfið og að viðkomandi þarf að vera áskrifandi að WorldFeng.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...