Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Garðar H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Eldvarnabandalagsins, við undirritun samnings.
Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Garðar H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Eldvarnabandalagsins, við undirritun samnings.
Mynd / Bbl
Fréttir 11. október 2023

Myndbandagerð um eldhættu í landbúnaði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Gefin hafa verið út tvö myndbönd um eldhættu í landbúnaði og ráðstafanir til að draga úr henni.

Bændasamtökin, Eldvarnabandalagið, Brunavarnir Árnessýslu og Landbúnaðarháskóli Íslands stóðu að gerð myndbandanna, sem komin eru í dreifingu á samfélagsmiðlum.

Myndböndin eru aðgengileg á Facebook-síðu Bændasamtakanna.

Myndböndin eru hin fyrstu í röð fimm fræðslumyndbanda um eldvarnir í landbúnaði sem samstarfaðilarnir hyggjast gefa út á næstum misserum. 

Unnið er að gerð myndbands um viðvörunarkerfi og síðan verður ráðist í gerð myndbanda um slökkvibúnað, vatnsöflun og loks um kröfur um eldvarnir í landbúnaðarbyggingum.

Í næstu fræðslumyndböndum verður fjallað um afmörkuð efni sem tengjast eldhættu í landbúnaði; rafmagn, logavinnu og vinnuvélar. Þar verður fjallað um mikilvægi þess að vanda frágang á rafbúnaði, kynntar nauðsynlegar varúðarreglur þegar unnið er með opinn eld og verkfæri sem valda neistaflugi.

Þá er fjallað um geymslu vinnuvéla og ráðstafanir til að draga úr hættu á að eldur kvikni í þeim.

Verkefnið er liður í samstarfi Eldvarnabandalagsins og Bændasamtakanna um að efla eldvarnir í landbúnaði og á heimilum í dreifbýli sem staðið hefur undanfarin tvö ár.

Skylt efni: eldvarnir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...