Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Músarrindill
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 9. ágúst 2023

Músarrindill

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Músarrindill er afar smár, kvikur og forvitinn fugl. Þeir eru reyndar nokkuð felugjarnir þótt þeir séu forvitnir. Mannaferðir eða óvenjuleg hljóð duga oft til að þeir komi til að kanna hvað er um að vera. Forvitnin hefur jafnvel átt það til að leiða þá inn um opna glugga eða opnar dyr. Ekki er langt síðan músarrindill var minnstur íslenskra fugla en nú hefur glókollur steypt honum af stóli og tekið titilinn sem sá minnsti. Músarrindillinn er hins vegar mjög lítill, eða um 9-10 cm að lengd og ekki nema 15 grömm. Íslenski músarrindillinn er staðfugl og sérstök undirtegund sem er stærri og dekkri en frændur hans í Evrópu. Þeir eru útbreiddir um allt land en þá helst á láglendi. Þar verpa þeir í birkikjarri, hrauni eða urð. Þeir gera sér hreiður undir bökkum eða sprungum í hrauni. Þeir eru einfarar og yfir vetrarmánuðina má oft finna staka músarrindla við opnar ár, skurði eða vatnsbakka. Þeir eru afar duglegir varpfuglar og verpa 6–8 eggjum jafnvel tvisvar yfir sumartímann. Myndin hérna að ofan er af ungahóp sem er nýbúinn að yfirgefa hreiður, ef vel er skoðað má sjá sex unga sem hafa þjappað sér saman líkt og þeir séu enn þá í hreiðrinu

Skylt efni: fuglinn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f