Ísteka ehf. mun sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi fyrir næsta sumar. Myndin er tekin í húsakynnum Ísteka.
Ísteka ehf. mun sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi fyrir næsta sumar. Myndin er tekin í húsakynnum Ísteka.
Mynd / ghp
Fréttir 10. nóvember 2025

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Forsvarsmenn Ísteka ehf. hafa hug á að sækja um nýtt leyfi til blóðtöku úr fylfullum hryssum til Matvælastofnunar, sem byggi ekki á reglugerð EFTA um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni.

Eins og fram hefur komið í Bændablaðinu rann starfsleyfi fyrirtækisins til blóðtöku úr fylfullum hryssum út 5. október sl. Eru forsvarsmenn Ísteka ósáttir við að undirliggjandi regluverk starfseminnar hafi fyrir nokkru verið fellt undir fyrrnefnda reglugerð og kalla þá breytingu ofur-blýhúðun. Meginsjónarmið fyrirtækisins er, að sögn Kristins Hugasonar, samskiptastjóra Ísteka, að téð starfsemi sé afurðaframleiðsla en ekki vísindarannsókn og hyggst fyrirtækið láta reyna á það. Stendur fyrirtækið nú í málaferlum við íslenska ríkið vegna þessa, gagngert til að fá ákvörðuninni hnekkt.

Haft var eftir Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra fyrr á árinu að ný leyfisveiting til Ísteka til blóðtöku yrði veitt á grundvelli téðrar reglugerðar. Eftir er að sjá lyktir yfirstandandi dómsmáls sem væntanlega mun skýra hvort fyrirtækið þarf að sækja um leyfi á grunni tilskipunarinnar.

Samkvæmt þessu er alls óljóst hvort blóðtaka úr fylfullum hryssum muni halda áfram á næsta ári. Gæti það haft áhrif á talsverðan fjölda búa sem haldið hafa blóðtökuhryssur.

Skylt efni: Ísteka | blóðmerahald

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...