Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Um helmingi minni uppskera var af íslenskum gulrótaökrum nú í ár miðað við á síðasta ári.
Um helmingi minni uppskera var af íslenskum gulrótaökrum nú í ár miðað við á síðasta ári.
Mynd / Hari
Fréttir 27. nóvember 2024

Mun minni uppskera en á síðasta ári

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Samkvæmt skráningum garðyrkjubænda á uppskeru beint af akri varð mikill samdráttur í uppskerumagni miðað við síðasta ár.

Samanlögð heildaruppskera er nú tæpum 2.500 tonnum minni, þegar uppskerumagn allra tegunda er lagt saman. Í ár var magnið 6.966 tonn en í fyrra 9.409 tonn.

Helgi Jóhannesson, garðyrkjuráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir að nákvæmar hektaratölur liggi ekki fyrir og því sé ekki hægt að reikna þetta niður á flatareiningu. Fyrirliggjandi er þó að umsóknum um styrki til útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm á þessu ári miðað við síðasta ár.

Uppskerutölur úr útiræktun grænmetis fyrir árin 2023 og 2024.

„Sláandi munur er á gulrótauppskeru milli ára,“ segir Helgi, en um helmingi minni uppskera var nú miðað við í fyrra. „En það kemur á óvart að spergilkál sé svipað. Það er aukning í rauðkáli, líklega vegna meiri ræktunar – annars er þetta 20–30 prósent minna í tegundunum en í fyrra sem var reyndar ekkert sérstaklega gott ræktunarár heldur.“

Helgi segir að það sé mjög slæmt fyrir bændur að fá svo slaka uppskeru vegna þess að mest allur kostnaður við ræktun er greiddur fyrir fram og vegna aðhalds á markaði sé mjög erfitt að bæta tekjutapið með verðhækkunum.

„Sumarið var eins og menn muna kalt og frekar stutt, erfitt ræktunarár,“ heldur Helgi áfram. Hann bætir við að uppskerumagn á spergilkáli komi skemmtilega á óvart, þar sem allt bendi til að ræktun í hekturum hafi verið svipuð eða jafnvel minni en í fyrra á þeirri tegund.

Miðað við tíðarfarið og lakari uppskeru í öðrum tegundum komi það á óvart að uppskeran sé lítið minni en á síðasta ári.

Skylt efni: gulrætur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f