Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Sauðfjárbændur kaupa greiðslumark til að styrkja rekstrargrundvöll sinn til lengri tíma.
Sauðfjárbændur kaupa greiðslumark til að styrkja rekstrargrundvöll sinn til lengri tíma.
Mynd / smh
Fréttir 10. desember 2024

Mun fleiri vilja kaupa en selja greiðslumark

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á innlausnarmarkaði ársins 2024 með greiðslumark í sauðfé, sem haldinn var 15. nóvember, barst 131 umsókn um kaup og 24 umsóknir um sölu.

Alls var óskað eftir 32 þúsund ærgildum til kaups, en til ráðstöfunar voru 4.266 ærgildi, eða 13 prósent samkvæmt tilkynningu úr matvælaráðuneytinu, en innlausnarverð ársins jafngildir beingreiðslum næstu tveggja ára sem eru 10.762 krónur á ærgildið.

Úthlutað var samkvæmt forgangsreglum um stuðning við sauðfjárrækt. Af 131 umsækjanda töldust 99 til forgangshóps og 32 til almenns hóps. Allt það greiðslumark sem var til ráðstöfunar rann því til forgangshóps, sem eru sauðfjárbændur sem eiga 100 kindur eða fleiri og eru með ásetningshlutfallið 1,0 eða hærra.

Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir að engin sérstök tíðindi séu í þessum tölum og niðurstöður hans séu í samræmi við fyrri markaði. „Þetta eru bú sem eiga lítið greiðslumark sem eru að kaupa og styrkja rekstrargrundvöllinn til lengri tíma litið,“ segir hann.

Matvælaráðuneytið mun senda öllum tilboðsgjöfum upplýsingar um afgreiðslu tilboða og gera breytingar á skráningu greiðslumarks þegar uppgjör hefur farið fram, en upplýsingar um greiðslumark sitt geta bændur nálgast í Afurð.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f