Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Húsgagnaframleiðandinn Vestre í Noregi fjárfestir nú fyrir 300 milljónir norskra króna í nýrri verksmiðju fyrirtækisins sem verður sú umhverfisvænsta sinnar tegundar í heiminum.
Húsgagnaframleiðandinn Vestre í Noregi fjárfestir nú fyrir 300 milljónir norskra króna í nýrri verksmiðju fyrirtækisins sem verður sú umhverfisvænsta sinnar tegundar í heiminum.
Fréttir 21. september 2020

Mun byggja umhverfisvænstu húsgagnaverksmiðju í heimi

Höfundur: ehg – nrk.no

Húsgagnaframleiðandinn Vestre í Noregi fjárfestir nú fyrir 300 milljónir norskra króna í nýrri verksmiðju sem staðsett verður í Magnor, rétt við sænsku landamærin. Verksmiðjan og umhverfi hennar hafa fengið nafnið „The Plus“ og verður hafist handa í haust við bygginguna.

Danski arkitektinn Bjarke Ingels á veg og vanda að hönnun en hann hefur meðal annars hannað höfuðstöðvar Google-fyrirtækisins í Kaliforníu.

Verksmiðja Vestre-fyrirtækisins verður fyrsta iðnaðarbyggingin í Noregi sem fær allra hæstu umhverfisvottun sem hægt er að ná þar sem vélmenni og sjálfkeyrandi flutningabílar verða notaðar við framleiðsluna sem keyrir á endurvinnanlegri orku. Verksmiðjan mun hafa helmingi minni losun gróðurhúsalofttegunda en sambærileg verk-efni. Fjárfestingin, upp á 300 milljónir norskra króna, er sú langstærsta í norskri húsgagnaframleiðslu til margra ára. Reiknað er með að í nýju verksmiðjunni skapist um það bil 70 ný störf.

Verksmiðjan verður mjög nýstárleg.

Brú milli kynslóða

Vestre framleiðir útihúsgögn fyrir hið opinbera og hefur fyrirtækið vaxið hratt undanfarin ár eftir að þeir hófu útflutning á vörum sínum. Með nýju verksmiðjunni vilja forsvarsmenn fyrirtækisins sýna nýja mynd af því hvað iðnaður getur verið. Um leið og ný störf munu skapast er stefnt á enn frekari vöxt fyrirtækisins um leið og hugað er að umhverfinu.

Fyrirtækið stefnir á að skapa brú á milli iðnaðar og Grétu Thunberg-kynslóðarinnar. Verksmiðjan verður nýstárleg á margan hátt þar sem verða stórir sex metra háir gluggar, engar girðingar verða umhverfis hana og ætlunin er að byggja flotta byggingu til að laða að yngra fólk til starfa. Nemendum skóla verður boðið að koma í heimsókn og frá þaki verksmiðjunnar getur fólk horft niður á framleiðsluna í gegnum risastóran glugga.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...