Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Bjarni R. Brynjólfsson, skrifstofu­stjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði.
Bjarni R. Brynjólfsson, skrifstofu­stjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði.
Fréttir 28. ágúst 2018

MS í Búðardal gæti lagst niður

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í bréfi Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði segir að verði tollkvótar til innflutnings á mygluostum fullnýttir gæti svo farið að loka yrði starfsstöð Mjólkur­samsölunnar í Búðardal sem er stærsti vinnustaðurinn í Dölunum.

Samtök afurðastöðva í mjólku­riðnaði, SAM, hafa sent atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytinu bréf þar sem samtökin lýsa sjónarmiðum sínum vegna fyrirhugaðrar úttektar á áhrifum innflutningskvóta á ostum sem verndaðir eru með upprunatáknum eða landfræðilegum merkingum samkvæmt reglum Evrópu­sambandsins.

Í bréfinu segir meðal annars. „Nýti innflytjendur allan 230 tonna tollkvóta osta, með upprunatáknum eða landfræðilegum merkingum, til innflutnings á mygluostum, er grundvöllur fyrir framleiðslu mygluosta á Íslandi í alvarlegri hættu. Síðustu tólf mánuði er heildarframleiðsla mygluosta á Íslandi 307 tonn. Innflutningur á 75% af því magni (230 tonn) á fullu tollfrelsi mun líklega eyða rekstrargrundvelli innlendrar framleiðslu, bæði vegna samdráttar í magni og vegna verðþrýstings. Nær allir íslenskir mygluostar (90%) eru framleiddir í starfsstöð Mjólkursamsölunnar í Búðardal og stór hluti mjólkur sem unnin er í Búðardal er nýtt til framleiðslunnar. Mikil aukning á tollfrjálsum innflutningi osta er þess vegna ógn við rekstrargrundvöll starfsstöðvar Mjólkursamsölunnar í Búðardal, sem er stærsti vinnustaðurinn í Dölunum. SAM hvetja til þess að úttekt um áhrif innflutningskvóta á ostum kanni sviðsmyndir sem að blasa við ef þróun í nýtingu tollkvóta beinist í þessa átt.“

Ólíkar kvaðir skekkja stöðuna

Bjarni R. Brynjólfsson, skrifstofustjóri hjá SAM, segir að staðan sé grafalvarleg fyrir Mjólkurbúið í Búðardal og Býlið okkar, en bæði fyrirtækin framleiða mygluosta. „Ef allur innflutningurinn fer í mygluosta og verðið út á markað lækkar mikið er viðbúið að þessi fyrirtæki lendi í erfiðri og ósanngjarnri samkeppni.

Á íslenskum mjólkuriðnaði hvíla skyldur um að kaupa alla mjólk, innan greiðslu­marks, hvar sem er á Íslandi á lögbundnu lágmarksverði og samhliða býr mjólkuriðnaðurinn við opinberar verðákvarðanir á stórum hluta af framleiðsluvörum. Slíkar kvaðir hvíla ekki á erlendum mjólkuriðnaði.

Til að geta staðið við lögbundnar skyldur sínar þarf mjólkuriðnaðurinn ákveðnar lágmarkstekjur og ef höggvið er á einn tekjustofninn þýðir það að sjálfsögðu að iðnaðurinn lendir í vandræðum við að borga lágmarksverðið, lendir í tapi eða verður að hækka aðrar vörur meira.“

Bjarni segir að úr vöndu sé að ráða til lausnar á þessu máli. „Þeir möguleikar sem eru fyrir hendi eru að breyta verðlagskerfinu, en einnig myndi það gefa okkur aukið andrými til að aðlagast ef breytingin á kerfinu væri innleidd á lengri tíma. 

Einnig skiptir gríðarlegu máli fyrir mjólkuriðnaðinn hvernig tollkvótunum er úthlutað. Fram til þessa hafa tollkvótarnir verið boðnir upp og hæstbjóðandi fengið kvótann. Verðið fyrir kvótann hefur síðan verið lagður ofan á vöruna og hækkað hana í verði. Nú stendur til að hætta að bjóða kvótana upp, en mér vitanlega hefur ekki fundist leið til að úthluta þeim þannig að allir njóti réttlætis.“

Íslenskur mjólkuriðnaður er agnarsmár

Í bréfi SAM kemur fram að samtökin telji ástæðu til að úttekt á áhrifum innflutningskvóta nái til mats á samkeppnisstöðu íslensks mjólkuriðnaðar gagnvart erlendum mjólkuriðnaði með tilliti til sterkari fyrirtækja og rekstrarumhverfis.

„Allur samanlagður íslenskur mjólkuriðnaður er agnarsmár í samanburði við erlendan  mjólkuriðnað.  Sem  dæmi bendir SAM á að útflutningur  osta frá Hollandi var 913.000.000 kíló árið 2016 og öll íslensk ostaframleiðsla var innan við 0,75% af því magni. Samkeppnisstaða íslensks mjólkuriðnaðar gagnvart slíku ofurafli er hverfandi og engin án tollverndar.“

Samkeppnisstaðan verði könnuð

Bjarni segir að í ljósi þessa hvetji SAM til þess að úttekt um áhrif innflutningskvóta á ostum kanni samkeppnisstöðu íslensks mjólkuriðnaðar gagnvart erlendum mjólkuriðnaði, með tilliti til stærðar fyrirtækja og rekstrarumhverfis. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...