Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Beltis-Beta 450.
Beltis-Beta 450.
Á faglegum nótum 2. maí 2016

Mótorhjól á belti og með skíði

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Í lok vetrar kynnti mótorhjóla­verslunin Nitro Trax beltabúnað fyrir mótorhjól, boðið var upp á prufuakstur í Bláfjöllum.
 
Trax beltabúnaðurinn var settur á Beta 450 cc. mótorhjól frá Nitro, hjólið er um 50 hestöfl og var að skila ágætlega krafti í beltið þrátt fyrir verstu aðstæður sem mögulegar eru fyrir akstur á snjó (blautur krapasnjór sem var verulega þungur). Ég tók lítinn hring á hjólinu og fann strax að það var þungt að hjóla í 1. gír, en strax og sett var í annan gír léttist hjólið og í 3. gír virkaði allt miklu léttara. Maður beygir og hallar hjólinu rétt eins og á venjulegu mótorhjóli (bara gaman, gaman). Fyrir mér er svona búnaður spennandi aukahlutur á mótorhjólið, en bíð spenntur eftir að fá að prófa þennan búnað á nýjum frosnum snjó. Verðið á beltabúnaðinum með skíði og öllum festingum er rúm 1.100 þúsund, en Trax beltabúnað má setja á torfærumótorhjól sem eru frá 350 cc. fjórgengis og tvígengishjól sem eru stærri en 200 cc.

2 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...