Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kornþresking.
Kornþresking.
Mynd / Odd Stefán
Fréttir 3. ágúst 2018

Móta umhverfisstefnu landbúnaðarins

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Á síðasta búnaðarþingi var ályktað á þá leið að greina stöðu umhverfismála í íslensk­um landbúnaði og setja í fram­haldinu markmiðssetta stefnu í umhverfismálum til næstu ára. Nýlega skipaði stjórn Bænda­­samtakanna nefnd sem hefur það hlutverk að vinna að umhverfis­stefnunni. 
 
Samþykkt var samhljóða að skipa Ingvar Björnsson, fyrrum ráðunaut og bónda á Hólabaki, sem formann nefndarinnar og með honum þau Katrínu Maríu Andrésdóttur, framkvæmdastjóra Sambands garðyrkjubænda, Margréti Gísladóttur, framkvæmdastjóra Landssambands kúabænda, Unnstein Snorra Snorrason, framkvæmdastjóra Landssamtaka sauðfjárbænda og Hlyn Gauta Sigurðsson, framkvæmdastjóra Landssamtaka skógarbænda. 
 
Umhverfisstefnunni er ætlað að verða leiðarljós einstakra bænda og búgreina sem og landbúnaðarins alls í umhverfismálum. Henni er ætlað að verða mikilvægt verkfæri við endurskoðun búvörusamninga og við gerð framtíðarsamninga ríkis og bænda.
 
Umhverfisstefna landbúnaðarins mun meðal annars taka á kolefnislosun frá landbúnaði, losun frá ræktunarlandi búpenings og orkunotkunar, landnýtingu, skógrækt og landgræðslu.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f